Enski boltinn

Henry með samningstilboð frá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thierry Henry og David Beckham spiluðu báðir í Bandaríkjunum í sumar.
Thierry Henry og David Beckham spiluðu báðir í Bandaríkjunum í sumar. Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt enska dagblaðinu Daily Mail hefur Arsene Wenger, stjóri Arsenal, boðið Thierry Henry tveggja mánaða samning.

Henry hefur æft með Arsenal að undanförnu þar sem að lið hans, New York Red Bulls, er í fríi í bandarísku MLS-deildinni þar til í mars næstkomandi.

Wenger mun missa sóknarmennina Gervinho og Marouane Chamakh í janúar þar sem þeir munu þá spila með landsliðum sínum í Afríkukeppninni. Henry er markahæsti leikmaður í sögu Arsenal og ljóst að endurkoma hans til félagsins myndi vekja gríðarlega mikla athygli. Fyrir stuttu var reist stytta af honum fyrir utan heimavöll félagsins í Lundúnum.

Lukas Podolski, leikmaður Köln í Þýskalandi, hefur einnig verið sterklega orðaður við félagið en samkvæmt frétt blaðsins er Wenger hrifnari af þeim kosti að fá Henry að láni í þennan stutta tíma.

Henry lék með Arsenal frá 1999 til 2007 og skoraði á þeim tíma 226 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×