Enski boltinn

Enrique: Carroll mun standa sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andy Carroll.
Andy Carroll. Nordic Photos / Getty Images
Bakvörðurinn Jose Enrique hjá Liverpool hefur fulla trú á því að Andy Carroll geti staðið sig vel hjá félaginu og að hann muni senn byrja að raða inn mörkunum.

Carroll gekk til liðs við Liverpool fyrir 35 milljónir punda frá Newcastle í janúar síðastliðnum en hefur aðeins skorað fimm mörk síðan. Hann brenndi af þó nokkrum færum í 1-1 jafntefli Liverpool gegn Blackburn í fyrradag.

Enrique kom einnig til Liverpool frá Newcastle en þessi lið mætast einmitt á föstudagskvöldið á Anfield.

„Andy er frábær leikmaður," sagði Enrique. „Það borgar enginn 35 milljónir punda fyrir leikmann sem getur ekki neitt. Eftir að Andy skorar fyrsta markið þá munu mörg til viðbótar fylgja á eftir."

„Leikstíllinn er annar hjá Liverpool og hann þarf að venjast honum. Við erum með Luis Suarez, Dirk Kuyt og Craig Bellamy sem allir eru ólíkir leikmenn. En þeir eru allir góðir og mér finnst við vera með frábært lið. Þetta er allt að koma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×