Körfubolti

Sum NBA-lið mega ekki bjóða í "amnesty" leikmenn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rashard Lewis.
Rashard Lewis. Mynd/Nordic Photos/Getty
Nýr samningur milli eigenda og leikmanna NBA-deildarinnar í körfubolta inniheldur svokallaða "amnesty"-klausu þar sem lið getur samið um starfslok við einn leikmann án þess að laun hans séu tekin inn í launþaksútreikninga.

Leikmaðurinn sem fær slík starfslok verður laus allra mála hjá sínu gamla félagi en í stað þess að geta farið til hvaða liðs sem er eins og áður var þá mega aðeins liðin sem eru undir launaþakinu bjóða í hann. Þetta útilokar mörg bestu liðin eins og sem dæmi Los Angeles Lakers og Miami Heat sem væntar bæði liðstyrk fyrir komandi tímabil.

Þessi regla er sett svo bestu liðin eigi erfiðara að semja við "amnesty"-leikmenn sem eru oft góðir körfuboltamenn en bara á alltof háum launum hjá gamla félaginu.

Meðal leikmanna sem félög munu væntalega losa sig við áður en nýtt tímabil hefst eru menn eins og Rashard Lewis hjá Wizards, Baron Davis hjá Cleveland, Brandon Roy hjá Portland, Gilbert Arenas hjá Orlando, Richard Jefferson hjá San Antonio og Mehmet Okur hjá Utah.

Sun Sentinel hefur það eftir heimildarmanni að þessi regla er sett svo að Los Angeles Lakers geti ekki komið og tekið alls bestu bitana því umræddir leikmenn eru oft tilbúnir að gera litla samning við nýju liðin sín enda nýbúnir að fá vel útlátinn starfslokasamning.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×