Almannahagsmunir? Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Það er ankannalegt að vera Vinstri grænn og tala gegn tillögu sem borin er upp undir merkjum endurvinnslu. En þegar formaður umhverfis- og samgönguráðs, Bestaflokksfulltrúinn Karl Sigurðsson, leggur í þá vegferð að blanda mikilvægu umhverfismáli saman við útvistun og einkavæðingu verður að flokka hismið frá kjarnanum. Til stendur að afgreiða tillöguna frá ráðinu í dag. Þar er lagt til að til viðbótar við aukna flokkun á heimilisúrgangi (þar sem pappírs- og plastefni verði flokkuð í sértunnu) verði ekki aðeins stór hluti sorphirðu borgarinnar boðinn út heldur einnig móttaka og úrvinnsla. Að einkaaðilar sinni hirðu og móttöku endurvinnsluefna (þess hluta sem er hægt að hagnast á) en Sorphirða borgarinnar hirði annað og það fari til SORPU bs. Það mun ekki ganga til lengdar að hirðu frá heimilum verði sinnt af tveimur aðilum og því metur sorphirðufólk og verkalýðsfélag þess þetta svo að stefnt sé að útvistun allrar sorphirðu borgarinnar. Jafnframt þessu er ógnað tilveru SORPU, tæplega tveggja milljarða króna fjárfestingu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Rekstrargrundvöllurinn veikist þegar stór hluti þess sem fyrirtækið hefur verið byggt upp til að taka á móti, fer annað. Tillögum Karls fylgja engir útreikningar og ekki er reynt að sýna fram á hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu sem hingað til hefur komið vel út í öllum þjónustukönnunum eða að það sé hagkvæmara að einkavæða móttökuna. Í tengslum við Evróputilskipun í úrgangsmálum og svæðisáætlun hefur Sorpa hinsvegar gert áætlanir um flokkunarstöð, gas og jarðgerðarstöð og þar er reiknað með að þær úrlausnir muni ekki hækka sorphirðugjöld íbúanna. Fákeppni á úrgangsmarkaði er gríðarleg á Íslandi og einokun gæti hækkað sorphirðugjöld. Þetta mál á að bera undir íbúa borgarinnar. Kostir kynntir, kostnaður metinn og upplýst ákvörðun tekin í framhaldi þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er ankannalegt að vera Vinstri grænn og tala gegn tillögu sem borin er upp undir merkjum endurvinnslu. En þegar formaður umhverfis- og samgönguráðs, Bestaflokksfulltrúinn Karl Sigurðsson, leggur í þá vegferð að blanda mikilvægu umhverfismáli saman við útvistun og einkavæðingu verður að flokka hismið frá kjarnanum. Til stendur að afgreiða tillöguna frá ráðinu í dag. Þar er lagt til að til viðbótar við aukna flokkun á heimilisúrgangi (þar sem pappírs- og plastefni verði flokkuð í sértunnu) verði ekki aðeins stór hluti sorphirðu borgarinnar boðinn út heldur einnig móttaka og úrvinnsla. Að einkaaðilar sinni hirðu og móttöku endurvinnsluefna (þess hluta sem er hægt að hagnast á) en Sorphirða borgarinnar hirði annað og það fari til SORPU bs. Það mun ekki ganga til lengdar að hirðu frá heimilum verði sinnt af tveimur aðilum og því metur sorphirðufólk og verkalýðsfélag þess þetta svo að stefnt sé að útvistun allrar sorphirðu borgarinnar. Jafnframt þessu er ógnað tilveru SORPU, tæplega tveggja milljarða króna fjárfestingu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Rekstrargrundvöllurinn veikist þegar stór hluti þess sem fyrirtækið hefur verið byggt upp til að taka á móti, fer annað. Tillögum Karls fylgja engir útreikningar og ekki er reynt að sýna fram á hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu sem hingað til hefur komið vel út í öllum þjónustukönnunum eða að það sé hagkvæmara að einkavæða móttökuna. Í tengslum við Evróputilskipun í úrgangsmálum og svæðisáætlun hefur Sorpa hinsvegar gert áætlanir um flokkunarstöð, gas og jarðgerðarstöð og þar er reiknað með að þær úrlausnir muni ekki hækka sorphirðugjöld íbúanna. Fákeppni á úrgangsmarkaði er gríðarleg á Íslandi og einokun gæti hækkað sorphirðugjöld. Þetta mál á að bera undir íbúa borgarinnar. Kostir kynntir, kostnaður metinn og upplýst ákvörðun tekin í framhaldi þess.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar