
Nokkur orð um vask og lax
Nauðsynlegt er að benda á, að þetta á einnig við um þann atvinnuveg sem byggir á sölu veiðileyfa. Til lausnar á vanda ríkissjóðs beinir nú Þórólfur sjónum sínum enn og aftur að atvinnuvegum í sveitum landsins. Síðan ályktar hann svo í greinarlok, að þar sem virðisaukaskattur er ekki lagður á veiðileyfi jafngildi það að styrkir til íslensks landbúnaðar séu vantaldir um heilar 300 milljónir. Með þessari óvenjulegu niðurstöðu opnar hann hugarheim sinn fyrir lesendum, þannig að það er engu líkara en að hagfræðiprófessorinn hafi látið í minni pokann fyrir álitsgjafanum, þegar Þórólfur skrifaði greinina.
Nú vill hann leggja virðisaukaskatt á sölu veiðileyfa. Rökin fyrir því að það skuli gera einmitt núna segir hann vera „fregnir af hækkandi verði á laxveiðileyfum“.
Alkunna er að fréttir eru helst sagðar af hækkunum á leigu einstakra veiðivatna. Lækki leigan eða standi í stað er það ekki fréttaefni. Mörg veiðifélög vinna nú að endurnýjun samninga við leigutaka og er allur gangur á hvort tilefni er til breytinga á veiðileigunni. Allt fer þetta eftir veiðinni sem söluhorfur byggja á að mestu. Þannig er það fjarri lagi að mikil hækkun á einni veiðiá í útboði leiði til tilsvarandi hækkunar yfir allan markaðinn.
Ný dæmi eru t.d. um að veittur hafi verið afsláttur af gildandi samningum í kjölfar þess að veiðisumarið hefur ekki staðist væntingar í einstökum ám. Þá verður einnig að hafa í huga að tekjur af laxveiðihlunnindum til lengri tíma eru mjög háðar þróun gengis íslensku krónunnar, enda stór hluti viðskiptamanna nú erlendir veiðimenn.
Það er rangt sem fram kemur í grein Þórólfs, að innskattur vegna sölu veiðileyfa myndi hafa í för með sér að umfang veiðileyfasölunnar breyttist „tæplega“, verði virðisaukaskattur lagður á veiðileyfi. Helsti kostnaður við sölu veiðileyfa er skrifstofukostnaður og laun. Innskattur yrði því hverfandi hluti af heildarverði veiðileyfisins. Því er ljóst að virðisaukaskattur kæmi af fullum þunga fram í verðlagningu veiðileyfa. Veiðileyfi á innlendum markaði þyrftu þá að hækka á einu bretti um fjórðung.
Fyrir slíku eru engar forsendur eins og Þórólfur hefði mátt ráða af fregnum. Álagning virðisaukaskatts á veiðileyfi myndi því leiða til tilsvarandi lækkunar á tekjum veiðiréttareigenda. Við útreikning á ávinningi ríkissjóðs af þessari tillögu Þórólfs verður því líka að taka tillit til þeirra tekna sem ríkissjóður verður af vegna minni skattskyldra tekna veiðiréttareigenda.
En eitt er þó nokkuð öruggt. Yrði tillagan að veruleika mun slíkt valda upplausn og algjörum forsendubresti í þessari atvinnugrein. Öllum samningum á þessum markaði væri kollvarpað, og til framtíðar litið er alvarleg hætta á að farsælt skipulag veiðimála á Íslandi mundi riðlast, til ófyrirsjáanlegs tjóns fyrir alla aðila, og einnig ríkissjóð.
Við búum svo vel í dag að vera lausir við allt svartamarkaðsbrask á veiði. Það á ekki síst rætur sínar að rekja til þess að veiðiréttareigendur telja hagsmunum sínum best borgið með því að veiðifélögin ráðstafi veiðiréttinum í ánum. Tillaga Þórólfs er tilræði við þetta fyrirkomulag.
Þá eru einnig líkur á að tillagan muni til lengri tíma mismuna veiðimönnum, þannig að skatturinn lendi á innlenda markaðnum en salan til erlendra veiðimanna flýi virðisaukaskattinn og hverfi úr landi líkt og nú er rætt um að geti gerst varðandi kísiljárnið.
Að lokum sé ég ekki hvaða tilgangi það þjónar hjá Þórólfi að skreyta grein sína með fullyrðingum um, að hið opinbera kosti í veiðimálum „umfangsmikla rannsóknarstarfsemi og seiðauppeldi“. Staðreyndin er sú, að stærri hluti tekna Veiðimálastofnunar, sem stundar rannsóknir í ám og vötnum, eru sértekjur sem m.a. veiðiréttareigendur greiða. Þeir litlu fjármunir sem ríkið leggur til þessara mála fara til grundvallarrannsókna á þessari náttúru landsins.
Auðvitað má taka umræðu um nauðsyn á framlögum hins opinbera til rannsókna, en þá er að sjálfsögðu allt undir, einnig sá geiri sem Þórólfur starfar við. Þá þyrfti Þórólfur að gera betur grein fyrir seiðaeldi ríkisins í þágu okkar veiðiréttareigenda en engin slík starfsemi er á vegum ríkisins og hefur ekki verið mér vitanlega um áratuga skeið. þannig stenst þessi fullyrðing hans ekki frekar en margt annað.
Skoðun

Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hugleiðingar um virðismat kennara
Bergur Hauksson skrifar

Hvar stendur barnið mitt í námi?
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar

Áslaug Arna er framtíðin
Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar

Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt
Einar Ólafsson skrifar

Minna af þér og meira af öðrum
Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar
Ísabella Markan skrifar

Að koma skriðdreka á Snæfellsnes
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar

Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu?
Davíð Bergmann skrifar

Skiptir hugarfarið máli?
Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar

Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Verkfærakistan er alltaf opin
Ástþór Ólafsson skrifar

Píratar til forystu
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Beðið fyrir verðbólgu
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Minni pólitík, meiri fagmennska
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Ný krydd í skuldasúpuna
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019
Heimir Örn Árnason skrifar

Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna
Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar

Er Inga Sæland Þjófur?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Kona
Anna Kristjana Helgadóttir skrifar

Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel
Gunnar H. Garðarsson skrifar

Orð skulu standa
Jón Pétur Zimsen skrifar

Dúabíllinn og kraftur sköpunar
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú
Árni Sigurðsson skrifar

Viljum við það besta fyrir börnin okkar?
Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar

Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa
Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar