Erlent

Leita að líkum neðansjávar

Talið er að fjöldi fólks hafi sogast á haf út með flóðbylgunni.
Talið er að fjöldi fólks hafi sogast á haf út með flóðbylgunni.
Bandarískir og japanskir vísindamenn leita nú að líkum í norðurhluta Japans með aðstoð neðansjávarvélmennis.

Engin lík hafa þó fundist þessa tvo daga sem vísindamennirnir hafa leitað að líkunum. Óttast er að flóðbylgjan hafi dregið fjölda manns með sér út í hafið en alls eru 27 þúsund látnir eða týndir eftir jarðskjálftann sem reið yfir í mars.

Ástæðan fyrir því að engin lík hafa fundist er helst vegna þess að það er ekkert útsýni neðansjávar vegna gruggs í sjónum. Leitin hefur þó borið árangur því vísindamenn sáu engar stórar hindranir í eða við höfnina Minami Sanrikucho.

Það þýðir að það sé hægt að opna höfnina og sjómenn geta farið að fiska á ný. Það er meðal annars hluti af endurreisnaráætlun stjórnvalda á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×