Barirnir komu Íslendingnum á Svalbarða á óvart 21. apríl 2011 19:30 Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. Það tæki um þrjá tíma að fljúga með þotu frá Reykjavík til Svalbarða en daglegt áætlunarflug til höfuðstaðarins Longyearbyen er frá Norður-Noregi. Um þrjúþúsund manns búa á eyjunum, langflestir eru þó aðeins tímabundið við störf. Kolanám er fjölmennasta atvinnugreinin en háskóli er orðinn næststærsti vinnustaðurinn. Þarna segja menn að það sé bæði bannað að fæðast og eldast, því hvorki er rekin ungbarnaþjónusta né öldrunarþjónusta á Svalbarða. Þó eru þarna skólar fyrir börn starfsmanna. Það liggur beinast við að telja að nafnið Longyearbyen sé komið af því að þar hafi mönnum þótt tíminn lengi að líða. En svo er ekki heldur er bærinn kenndur við Bandaríkjamann sem hét Longyear. Hann hóf þarna rekstur kolanámu árið 1906 og þar til fyrir um tuttugu árum var þetta fyrst og fremst samfélag námuverkamanna og enn eru þrjár námur í rekstri. En þá var eins og allir fengju áhuga á Svalbarða og Norðurslóðum. Tíu þjóðir hafa komið á fót rannsóknarstöðvum. Norðmenn hafa byggt upp rannsóknarháskóla og eflt aðra starfsemi. Þótt Svalbarði tilheyri Noregi, og sé í umsjá Norðmanna, hafa þeir að formi til ekki meiri rétt þarna en Íslendingar og aðrir þegnar þeirra fjörutíu ríkja sem aðild eiga að Svalbarðasáttmálanum. Og kannski má túlka rekstur fræbanka, í hvelfingu inni í fjalli, þar sem þjóðum heims býðst að geyma grundvöll matvælaframleiðslu sinnar, sem skilaboð um að allir jarðarbúar eigi tilkall til Svalbarða. En það var hin öfluga ferðaþjónusta sem kom eina Íslendingnum þarna, Sigfúsi Konráðssyni, á óvart þegar hann réð sig til starfa sem yfirþjónn á hóteli í Longyearbyen fyrir rúmu ári. Hann segist ekki hafa búist við að í þessum tvöþúsund manna bæ væru níu barir og þrír virkilega flottir veitingastaðir. Sigfús nýtur þess að þetta er skattaparadís. Þetta er nefnilega ekki norskt skattland og sautján prósenta flatur skattur rennur í Svalbarðasjóð. Það veldur því að til dæmis skattar á áfengi og eldsneyti eru mun lægri en víðast hvar. Þegar við spyrjum hvort hann sé þarna peninganna vegna svarar Sigfús að það komi allir peninganna vegna en þeir dvelji áfram Svalbarða vegna. Hann sé þarna til að sjá sem mest og upplifa sem flest. Það spilli þó ekki fyrir að þarna séu bæði launin hærri og skattarnir lægri. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á Svalbarða á undanförnum árum. Þar sem áður voru einkum kolanámuverkamenn er nú vísindasamfélag og vaxandi ferðaþjónusta, - og þar býr auðvitað Íslendingur. Það tæki um þrjá tíma að fljúga með þotu frá Reykjavík til Svalbarða en daglegt áætlunarflug til höfuðstaðarins Longyearbyen er frá Norður-Noregi. Um þrjúþúsund manns búa á eyjunum, langflestir eru þó aðeins tímabundið við störf. Kolanám er fjölmennasta atvinnugreinin en háskóli er orðinn næststærsti vinnustaðurinn. Þarna segja menn að það sé bæði bannað að fæðast og eldast, því hvorki er rekin ungbarnaþjónusta né öldrunarþjónusta á Svalbarða. Þó eru þarna skólar fyrir börn starfsmanna. Það liggur beinast við að telja að nafnið Longyearbyen sé komið af því að þar hafi mönnum þótt tíminn lengi að líða. En svo er ekki heldur er bærinn kenndur við Bandaríkjamann sem hét Longyear. Hann hóf þarna rekstur kolanámu árið 1906 og þar til fyrir um tuttugu árum var þetta fyrst og fremst samfélag námuverkamanna og enn eru þrjár námur í rekstri. En þá var eins og allir fengju áhuga á Svalbarða og Norðurslóðum. Tíu þjóðir hafa komið á fót rannsóknarstöðvum. Norðmenn hafa byggt upp rannsóknarháskóla og eflt aðra starfsemi. Þótt Svalbarði tilheyri Noregi, og sé í umsjá Norðmanna, hafa þeir að formi til ekki meiri rétt þarna en Íslendingar og aðrir þegnar þeirra fjörutíu ríkja sem aðild eiga að Svalbarðasáttmálanum. Og kannski má túlka rekstur fræbanka, í hvelfingu inni í fjalli, þar sem þjóðum heims býðst að geyma grundvöll matvælaframleiðslu sinnar, sem skilaboð um að allir jarðarbúar eigi tilkall til Svalbarða. En það var hin öfluga ferðaþjónusta sem kom eina Íslendingnum þarna, Sigfúsi Konráðssyni, á óvart þegar hann réð sig til starfa sem yfirþjónn á hóteli í Longyearbyen fyrir rúmu ári. Hann segist ekki hafa búist við að í þessum tvöþúsund manna bæ væru níu barir og þrír virkilega flottir veitingastaðir. Sigfús nýtur þess að þetta er skattaparadís. Þetta er nefnilega ekki norskt skattland og sautján prósenta flatur skattur rennur í Svalbarðasjóð. Það veldur því að til dæmis skattar á áfengi og eldsneyti eru mun lægri en víðast hvar. Þegar við spyrjum hvort hann sé þarna peninganna vegna svarar Sigfús að það komi allir peninganna vegna en þeir dvelji áfram Svalbarða vegna. Hann sé þarna til að sjá sem mest og upplifa sem flest. Það spilli þó ekki fyrir að þarna séu bæði launin hærri og skattarnir lægri.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira