Erlent

Sýknaðir af hópnauðgun í Pakistan

Mukhtaran Mai.
Mukhtaran Mai.
Hæstiréttur Pakistans sýknaði fimm af sex mönnum sem voru áður dæmdir fyrir að nauðga Mukhtaran Mai árið 2002. Mai var nauðgað eftir að Mastoi ættbálkurinn fyrirskipaði að henni skyldi verða hópnauðgað vegna þess að bróðir hennar, sem var þá tólf ára gamall, átti að hafa átt í ástarsambandi við konu af sama ættbálki og fyrirskipaði nauðgunina.

Þeir héldu því fram að athæfi drengsins hefði kallað skömm yfir allan ættbálkinn. Því þurfti að refsa systur hans.

Mennirnir voru dæmdir á fyrsta dómstiginu en svo tók Hæstiréttur landsins þá ákvörðun að sýkna þá alla nema einn. Niðurstaðan er áfall fyrir Mai, sem rekur stúlknaskóla í héraðinu þar sem henni var nauðgað. Hún óttast hefndaraðgerðir.

Mál Mai hefur orðið táknrænt í Pakistan fyrir réttindum kvenna. Nauðganir, líkt og Mai lenti í, eru algengar í afskekktari héruðum Pakistans, þar sem ættbálkar eru valdamiklir.

Forsvarsmenn mannréttindasamtaka segja dóminn áfall fyrir mannréttindi kvenna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×