Erlent

Sekt fyrir að búa í kringum kjarnorkuverið í Fukushima

Það er frekar geislavirkt í kringum Fukushima.
Það er frekar geislavirkt í kringum Fukushima.
Stjórnvöld í Japan hafa lýst svæði umhverfis kjarnorkuverið í Fukushima, í tuttugu kílómetra radíus, sem bannsvæði.

Íbúum í grennd við verið var gert að yfirgefa heimili sín skömmu eftir jarðskjálftann mikla sem reið yfir norðausturströnd landsins ellefta mars og flóðbylgjuna sem fylgdi í kjölfarið.

Ekki er vitað hversu margir búa enn á bannsvæðinu en lögregla veit nú þegar af sextíu fjölskyldum.

Þeir sem ekki fylgja fyrirmælum stjórnvalda um brottflutning geta átt yfir höfði sér sekt upp á allt að hundrað þrjátíu og fimm þúsund krónur og þrjátíu daga fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×