Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið 21. apríl 2011 06:30 Fjarlægðu umdeilt verk Stjórn Nýlistasafnsins ákvað, eftir kvörtun bókaútgefanda, að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Listamenn eru afar ósáttir og saka stjórnina um aðför að tjáningarfrelsinu. Fréttablaðið/STefán „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. Eitt af verkunum sem sýnt er á Nýlistasafninu er „Fallegasta bók í heimi“, sem er í grunninn eintak af bókinni Flora Islandica eftir Eggert Pétursson og Ágúst H. Bjarnason, sem hefur meðal annars verið útötuð í matarleifum. Útgáfufyrirtækið Crymogea, sem gefur út umrædda bók, kvartaði til stjórnar safnsins með þeim rökum að sæmdarréttur höfunda væri brotinn með þessari meðferð. Í tilkynningu segir stjórn Nýlistasafnsins að í verkinu Fallegasta bók í heimi verði að teljast afar líklegt að sæmdarréttur höfunda hafi verið brotinn. Með tilliti til hagsmuna safnsins var því ákveðið að fjarlægja verkið úr safnrýminu, en sýningin standi að öðru leyti óhreyfð. Hannes er afar ósáttur við ákvörðunina og hótar að kæra málið. „Þetta er svívirðileg árás á tjáningarfrelsið, hreint skemmdarverk og með verri dæmum sem maður getur tiltekið í þessum efnum. Ég lít á þetta sem lögreglumál og ef hreyft er við verkinu eða það verður fjarlægt þá mun ég kæra það til lögreglu.“ Umfjöllunarefni sýningarinnar er eins konar uppgjör við hrunið og þjóðarsjálf Íslendinga og segir Hannes að í þessu máli birtist að nokkru leyti eitt það versta í þjóðarsjálfinu og segist ekki muna eftir öðru eins inngripi í listsýningu á seinni árum. Hann þvertekur fyrir að verkið umdeilda hafi brotið á sæmdarrétti bókarhöfunda. „Það þarf ekki að leita lengra en til Andy Warhol og Dieters Roth og þúsunda annarra listamanna á síðustu hundrað árum sem hafa notað fjöldaframleidda hluti sem hráefni í listaverk. Að menn skuli svo hrökkva upp við það núna segir bara á hvaða talibanastigi við erum hér.“ Í ljósi þessarar ákvörðunar stjórnar Nýlistasafnsins hyggjast sýningarstjórarnir færa þann hluta sýningarinnar sem þar er, vestur á Grandagarð þar sem flest verkin eru nú til sýnis. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
„Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. Eitt af verkunum sem sýnt er á Nýlistasafninu er „Fallegasta bók í heimi“, sem er í grunninn eintak af bókinni Flora Islandica eftir Eggert Pétursson og Ágúst H. Bjarnason, sem hefur meðal annars verið útötuð í matarleifum. Útgáfufyrirtækið Crymogea, sem gefur út umrædda bók, kvartaði til stjórnar safnsins með þeim rökum að sæmdarréttur höfunda væri brotinn með þessari meðferð. Í tilkynningu segir stjórn Nýlistasafnsins að í verkinu Fallegasta bók í heimi verði að teljast afar líklegt að sæmdarréttur höfunda hafi verið brotinn. Með tilliti til hagsmuna safnsins var því ákveðið að fjarlægja verkið úr safnrýminu, en sýningin standi að öðru leyti óhreyfð. Hannes er afar ósáttur við ákvörðunina og hótar að kæra málið. „Þetta er svívirðileg árás á tjáningarfrelsið, hreint skemmdarverk og með verri dæmum sem maður getur tiltekið í þessum efnum. Ég lít á þetta sem lögreglumál og ef hreyft er við verkinu eða það verður fjarlægt þá mun ég kæra það til lögreglu.“ Umfjöllunarefni sýningarinnar er eins konar uppgjör við hrunið og þjóðarsjálf Íslendinga og segir Hannes að í þessu máli birtist að nokkru leyti eitt það versta í þjóðarsjálfinu og segist ekki muna eftir öðru eins inngripi í listsýningu á seinni árum. Hann þvertekur fyrir að verkið umdeilda hafi brotið á sæmdarrétti bókarhöfunda. „Það þarf ekki að leita lengra en til Andy Warhol og Dieters Roth og þúsunda annarra listamanna á síðustu hundrað árum sem hafa notað fjöldaframleidda hluti sem hráefni í listaverk. Að menn skuli svo hrökkva upp við það núna segir bara á hvaða talibanastigi við erum hér.“ Í ljósi þessarar ákvörðunar stjórnar Nýlistasafnsins hyggjast sýningarstjórarnir færa þann hluta sýningarinnar sem þar er, vestur á Grandagarð þar sem flest verkin eru nú til sýnis. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira