Mikilvægt að við drögum úr óvissunni 21. apríl 2011 07:00 Árni páll Hálfur sigur er unninn, segir efnahags- og viðskiptaráðherra sem bíður eftir lánshæfismati Standard & Poor‘s.Fréttablaðið/Stefán „Þetta er gott að sjá, nú er hálfur sigur unninn,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Matsfyrirtækið Moody‘s staðfesti síðdegis í gær lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Þær eru Baa3/P-3, einu haki fyrir ofan ruslflokk. Horfur eru enn neikvæðar, að mati fyrirtækisins. Beðið hefur verið eftir nýju mati frá matsfyrirtækjunum Moody‘s & Standard & Poor‘s síðan Icesave-samkomulagið var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpum hálfum mánuði. Matsfyrirtækið Fitch hefur þegar fært lánshæfismat ríkissjóðs í ruslflokk. Enn er beðið eftir Standard & Poor‘s. Í mati Moody‘s segir að þrátt fyrir að Icesave-samkomulagið hafi verið fellt sé jákvæði þátturinn sá að útlit sé fyrir að stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi fái senn hlutagreiðslu úr þrotabúi gamla Landsbankans. Til viðbótar virðist eignasafn bankans verðmætara en áður var talið. Þá er ekki talið líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á efnahagsáætlun AGS og stjórnvalda þótt fimmta endurskoðun áætlunarinnar muni tefjast. Árni Páll og sendinefnd á vegum íslenskra stjórnvalda fundaði með matsfyrirtækjunum á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um síðustu helgi. Hann telur að fundirnir hafi hjálpað til og skilað betra mati en útlit var fyrir. „Það er gömul saga og ný að matsfyrirtækjum er illa við óvissu og því mikilvægt að við drögum úr áhættunni. Ef okkur tekst að forðast lækkun lánshæfismatsins ættum við að ná betur utan um hlutina á næstu misserum,“ segir Árni Páll. - jab Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
„Þetta er gott að sjá, nú er hálfur sigur unninn,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Matsfyrirtækið Moody‘s staðfesti síðdegis í gær lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Þær eru Baa3/P-3, einu haki fyrir ofan ruslflokk. Horfur eru enn neikvæðar, að mati fyrirtækisins. Beðið hefur verið eftir nýju mati frá matsfyrirtækjunum Moody‘s & Standard & Poor‘s síðan Icesave-samkomulagið var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpum hálfum mánuði. Matsfyrirtækið Fitch hefur þegar fært lánshæfismat ríkissjóðs í ruslflokk. Enn er beðið eftir Standard & Poor‘s. Í mati Moody‘s segir að þrátt fyrir að Icesave-samkomulagið hafi verið fellt sé jákvæði þátturinn sá að útlit sé fyrir að stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi fái senn hlutagreiðslu úr þrotabúi gamla Landsbankans. Til viðbótar virðist eignasafn bankans verðmætara en áður var talið. Þá er ekki talið líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á efnahagsáætlun AGS og stjórnvalda þótt fimmta endurskoðun áætlunarinnar muni tefjast. Árni Páll og sendinefnd á vegum íslenskra stjórnvalda fundaði með matsfyrirtækjunum á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um síðustu helgi. Hann telur að fundirnir hafi hjálpað til og skilað betra mati en útlit var fyrir. „Það er gömul saga og ný að matsfyrirtækjum er illa við óvissu og því mikilvægt að við drögum úr áhættunni. Ef okkur tekst að forðast lækkun lánshæfismatsins ættum við að ná betur utan um hlutina á næstu misserum,“ segir Árni Páll. - jab
Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira