Verðbólga skýrist af verðþróun erlendis 21. apríl 2011 07:00 Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson Í máli Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra kom fram að fundir sem stjórnvöld hefðu átt með matsfyrirtækjum um helgina hefðu verið gagnlegir, jafnvel þótt þau kynnu að lækka lánshæfi landsins. Komið hefði verið á framfæri upplýsingum sem ykju líkur á betra mati síðar.Fréttablaðið/Stefán Misvísandi hagvísar og óvissa um efnahagsþróun í kjölfar atkvæðagreiðslu um Icesave gera að verkum að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextirnir eru þeir sömu og ákveðnir voru í febrúar. Vöxtum var ekki heldur breytt í mars. Í rökstuðningi nefndarinnar er bent á að verðbólguhorfur hafi versnað, að minnsta kosti til skamms tíma, auk þess sem raunvextir Seðlabankans hafi lækkað umtalsvert. Þá hafi niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um Icesave aukið hættu á veikara gengi krónunnar. Á móti komi þættir sem kalli fremur á slökun í stjórn peningamála, svo sem að hagvaxtar- og atvinnuhorfur hafi versnað. Hætta er sögð á að hagvöxtur verði enn minni vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Í kynningu á niðurstöðu peningastefnunefndar sagði Már Guðmundsson horfur á að mæld verðbólga færi yfir þrjú prósent þegar liði á árið. Væntingar heimila til verðbólgu lægju í kringum fjögur prósent og mælingar á verðbólguálagi skuldabréfa langt fram í tímann sýndu svipaða tölu. Um leið benti Már á að þótt skammtímaraunvextir væru undir einu prósenti hefði sú slökun í aðhaldsstigi peningastefnunnar ekki skilað sér nema að hluta til heimila og fyrirtækja. Í Peningamálum, efnahagsriti bankans sem út kom í gær, segir að hnökrar í miðlun peningastefnunnar endurspegli meðal annars óvissu um fjárhagslegan styrk fjármálafyrirtækja, gæði eigna þeirra og auknar álögur á bankarekstur. Aðgengi að lánsfé sé því enn erfitt og útlánsvextir tiltölulega háir. Már áréttaði að verðbólga sem verið hefði og von væri á stafaði að töluverðu leyti af verðhækkunum á olíu og hrávöru erlendis. „Það er vitanlega mikið álitamál hversu varanlegar þessar hækkanir verða, en að því marki sem þær verða tímabundnar mun þetta ganga til baka og er eitthvað sem við þurfum ekki beinlínis að taka tillit til við ákvörðun peningastefnunefndar, svo lengi sem þetta hefur ekki varanleg áhrif á verðbólguvæntingar og smitast inn í launamyndanir.“ Seðlabankinn gerir því ráð fyrir að verðbólgumarkmið bankans náist aftur á næstu ári, þó með þeim fyrirvara að hækkanir sem felist í drögum að nýjum kjarasamningum virðist meiri en svo að samrýmist verðbólgumarkmiði til lengri tíma. „Þar með segjum við ekki að kjarasamningar á þeim nótum ógni verðbólgumarkmiðinu. Það fer eftir því hvað annað gerist, svo sem með gengi krónunnar,“ bætti Már við. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Misvísandi hagvísar og óvissa um efnahagsþróun í kjölfar atkvæðagreiðslu um Icesave gera að verkum að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextirnir eru þeir sömu og ákveðnir voru í febrúar. Vöxtum var ekki heldur breytt í mars. Í rökstuðningi nefndarinnar er bent á að verðbólguhorfur hafi versnað, að minnsta kosti til skamms tíma, auk þess sem raunvextir Seðlabankans hafi lækkað umtalsvert. Þá hafi niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um Icesave aukið hættu á veikara gengi krónunnar. Á móti komi þættir sem kalli fremur á slökun í stjórn peningamála, svo sem að hagvaxtar- og atvinnuhorfur hafi versnað. Hætta er sögð á að hagvöxtur verði enn minni vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Í kynningu á niðurstöðu peningastefnunefndar sagði Már Guðmundsson horfur á að mæld verðbólga færi yfir þrjú prósent þegar liði á árið. Væntingar heimila til verðbólgu lægju í kringum fjögur prósent og mælingar á verðbólguálagi skuldabréfa langt fram í tímann sýndu svipaða tölu. Um leið benti Már á að þótt skammtímaraunvextir væru undir einu prósenti hefði sú slökun í aðhaldsstigi peningastefnunnar ekki skilað sér nema að hluta til heimila og fyrirtækja. Í Peningamálum, efnahagsriti bankans sem út kom í gær, segir að hnökrar í miðlun peningastefnunnar endurspegli meðal annars óvissu um fjárhagslegan styrk fjármálafyrirtækja, gæði eigna þeirra og auknar álögur á bankarekstur. Aðgengi að lánsfé sé því enn erfitt og útlánsvextir tiltölulega háir. Már áréttaði að verðbólga sem verið hefði og von væri á stafaði að töluverðu leyti af verðhækkunum á olíu og hrávöru erlendis. „Það er vitanlega mikið álitamál hversu varanlegar þessar hækkanir verða, en að því marki sem þær verða tímabundnar mun þetta ganga til baka og er eitthvað sem við þurfum ekki beinlínis að taka tillit til við ákvörðun peningastefnunefndar, svo lengi sem þetta hefur ekki varanleg áhrif á verðbólguvæntingar og smitast inn í launamyndanir.“ Seðlabankinn gerir því ráð fyrir að verðbólgumarkmið bankans náist aftur á næstu ári, þó með þeim fyrirvara að hækkanir sem felist í drögum að nýjum kjarasamningum virðist meiri en svo að samrýmist verðbólgumarkmiði til lengri tíma. „Þar með segjum við ekki að kjarasamningar á þeim nótum ógni verðbólgumarkmiðinu. Það fer eftir því hvað annað gerist, svo sem með gengi krónunnar,“ bætti Már við. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira