Handbolti

Myndasyrpa af fögnuði FH-inga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/HAG
FH varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í handbolta karla í fyrsta sinn í nítján ár eftir 3-1 sigur á Akureyri í úrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni N1-deild karla. FH vann fjögurra marka sigur á Akureyri í fjórða leik liðanna í lokaúrslitunum, 28-24.

Kristján Arason tók við liðinu fyrir tímabilið og stýrði því ásamt Einari Andra Einarssyni. Kristján var einnig þjálfari liðsins síðast þegar FH varð meistari, árið 1992.

Þetta er sextándi Íslandsmeistaratitill FH frá upphafi. Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á staðnum og tók þessar myndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×