Enski boltinn

Redknapp ætlar að byggja í kringum Modric

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Modric fær ekki að fara til Chelsea.
Modric fær ekki að fara til Chelsea.
Harry Redknapp, stjóri Spurs, vonar að nýir leikmenn sannfæri króatíska miðjumanninn Luka Modric um að rétt sé að vera áfram hjá félaginu. Modric vill fara en félagið neitar að selja hann. Bæði Man. Utd og Chelsea vilja kaupa miðjumanninn.

"Mér þykir vænt um strákinn enda drengur góður. Þetta er samt erfið staða fyrir hann og ég skil hann. Ef einhver er til í að tvöfalda eða þrefalda launin þín þá hugsa menn sig um. Hann er aftur á móti samningsbundinn okkur og við viljum halda honum," sagði Redknapp.

"Við viljum ekki selja best mennina okkar. Við erum að byggja upp lið og hann er lykilmaður í þeirri uppbyggingu. Hann verður áfram hjá okkur þó svo hann sé aðeins ringlaður sem stendur. Við mun líka bæta við okkur mönnum og erum að fara yfir stöðuna."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×