CMA: Minnsta lánaáhættan hjá Norðurlöndunum 7. júlí 2011 11:10 Norðurlöndin, fyrir utan Íslands, eru í efstu sætunum hjá gagnaveitunni CMA hvað varðar minnstu lánaáhættuna á ríkisskuldabréfum. Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu CMA fyrir annan ársfjórðung ársins. Noregur er það land heimsins sem er með lægsta skuldatryggingaálagið en það nemur aðeins 21 punkti. Í öðru sæti kemur Svíþjóð með 27 punkta álag, Finnland er í þriðja sæti með 35 punkta álag og Danmörk er í sjötta sæti þessa lista með rúmlega 44 punkta álag. Ísland er enn á listanum yfir þau 20 lönd þar sem mesta lánaáhættan er til staðar. Þar skipar Ísland 14. neðsta sætið með skuldatryggingaálag upp á 229 punkta. Það þýðir að nú eru taldar 19,7% líkur á að Ísland lendi í þjóðargjaldþroti. Í kjölfar hrunsins haustið 2008 hinsvegar voru taldar yfir tvöfalt meiri líkur á að Ísland lenti í þjóðargjaldþroti. Það kemur ekki á óvart að Grikkland er það land sem mesta lánaáhættan er til staðar og er Grikkland í neðsta sæti listans með skuldatryggingaálag upp á 2.100 punkta. Að mati CMA eru um 80% líkur séu á að Grikkland endi í þjóðargjaldþroti. Næst á eftir Grikklandi á botni listans koma svo Venesúela með skuldatryggingaálag upp á 989 punkta, þá Portúgal með álag upp á 798 punkta og síðan Írland með álag upp á 791 punkt. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norðurlöndin, fyrir utan Íslands, eru í efstu sætunum hjá gagnaveitunni CMA hvað varðar minnstu lánaáhættuna á ríkisskuldabréfum. Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu CMA fyrir annan ársfjórðung ársins. Noregur er það land heimsins sem er með lægsta skuldatryggingaálagið en það nemur aðeins 21 punkti. Í öðru sæti kemur Svíþjóð með 27 punkta álag, Finnland er í þriðja sæti með 35 punkta álag og Danmörk er í sjötta sæti þessa lista með rúmlega 44 punkta álag. Ísland er enn á listanum yfir þau 20 lönd þar sem mesta lánaáhættan er til staðar. Þar skipar Ísland 14. neðsta sætið með skuldatryggingaálag upp á 229 punkta. Það þýðir að nú eru taldar 19,7% líkur á að Ísland lendi í þjóðargjaldþroti. Í kjölfar hrunsins haustið 2008 hinsvegar voru taldar yfir tvöfalt meiri líkur á að Ísland lenti í þjóðargjaldþroti. Það kemur ekki á óvart að Grikkland er það land sem mesta lánaáhættan er til staðar og er Grikkland í neðsta sæti listans með skuldatryggingaálag upp á 2.100 punkta. Að mati CMA eru um 80% líkur séu á að Grikkland endi í þjóðargjaldþroti. Næst á eftir Grikklandi á botni listans koma svo Venesúela með skuldatryggingaálag upp á 989 punkta, þá Portúgal með álag upp á 798 punkta og síðan Írland með álag upp á 791 punkt.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira