Dr. Doom spáir djúpri niðursveiflu árið 2013 7. júlí 2011 09:20 Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur dr. Doom, spáir því að efnahagskerfi heimsins muni taka mjög djúpa niðursveiflu árið 2013. Sem stendur séu stærstu hagkerfi heimsins eins og Bandaríkin og Evrópusambandið, aðeins að velta vandanum á undan sér. Þessi frestun rekist síðan á vegg árið 2013 og afleiðingarnar verða sársaukafullar. Vandinn sem Roubini ræðir um hér eru gífurlegar skuldir, einkum hins opinbera beggja vegna Atlantshafsins. Þá sé hagkerfi Kína einnig að ofhitna og muni enda í slæmri brotlendingu. Roubini fékk viðurnefni sitt eftir að hann spáði rétt fyrir um upphaf fjármálakreppunnar árið 2008. Í viðtali á CNBC sjónvarpsstöðinni segir Roubini hvað Bandaríkin varðar að þegar stjórnvöld þar neyðist loksins til að taka á opinberum skuldum landsins með niðurskurði, skattahækkunum og aðhaldsaðgerðum muni það setja veikan efnahagsbata landsins úr skorðum. Afleiðingin verður áframhaldandi mikið atvinnuleysi sem svo aftur dregur úr neyslu sem síðan dregur enn meir úr hagvextinum. Hvað Kína varðar segir Roubini að landið verði að bregðast við vaxandi verðbólgu með aðgerðum sem draga úr hagvextinum og þar með mun eftirspurn eftir innfluttum vörum minnka þarlendis. Í þessu sambandi má nefna að seðlabanki Kína hefur hækkað stýrivexti sína sex sinnum frá því í október á síðasta ári til að reyna að halda aftur af verðbólgunni í landinu. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur dr. Doom, spáir því að efnahagskerfi heimsins muni taka mjög djúpa niðursveiflu árið 2013. Sem stendur séu stærstu hagkerfi heimsins eins og Bandaríkin og Evrópusambandið, aðeins að velta vandanum á undan sér. Þessi frestun rekist síðan á vegg árið 2013 og afleiðingarnar verða sársaukafullar. Vandinn sem Roubini ræðir um hér eru gífurlegar skuldir, einkum hins opinbera beggja vegna Atlantshafsins. Þá sé hagkerfi Kína einnig að ofhitna og muni enda í slæmri brotlendingu. Roubini fékk viðurnefni sitt eftir að hann spáði rétt fyrir um upphaf fjármálakreppunnar árið 2008. Í viðtali á CNBC sjónvarpsstöðinni segir Roubini hvað Bandaríkin varðar að þegar stjórnvöld þar neyðist loksins til að taka á opinberum skuldum landsins með niðurskurði, skattahækkunum og aðhaldsaðgerðum muni það setja veikan efnahagsbata landsins úr skorðum. Afleiðingin verður áframhaldandi mikið atvinnuleysi sem svo aftur dregur úr neyslu sem síðan dregur enn meir úr hagvextinum. Hvað Kína varðar segir Roubini að landið verði að bregðast við vaxandi verðbólgu með aðgerðum sem draga úr hagvextinum og þar með mun eftirspurn eftir innfluttum vörum minnka þarlendis. Í þessu sambandi má nefna að seðlabanki Kína hefur hækkað stýrivexti sína sex sinnum frá því í október á síðasta ári til að reyna að halda aftur af verðbólgunni í landinu.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira