Skálmöld klár í Ólympíuleikana 2. ágúst 2011 14:00 Björgvin Sigurðsson úr Skálmöld og Aðalbjörn Tryggvason úr Sólstöfum eru á leiðinni til Þýskalands. fréttablaðið/valli „Það væri gaman að fá sér eina bratwurst með Ozzy,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar sem spilar á Wacken-hátíðinni í Þýskalandi ásamt Ozzy Osbourne. Þungarokkssveitin sleppti því að fara í útilegu um verslunarmannahelgina og æfði þess í stað fyrir Wacken sem hefst á fimmtudag og stendur yfir til laugardags. Þar stíga einnig á svið rokkrisar á borð við Ozzy, Judas Priest og Motörhead. Aðspurður segir Björgvin að Skálmöld sé í fínu formi eftir tónleikaferð um Ísland og Færeyjar með færeysku rokkurunum í Hamferð. „Það var ágætis upphitun og æfingabúðir fyrir Ólympíuleikana í þungarokki,“ segir hann hress. Plata Skálmaldar, Baldur, er nýkomin út í Evrópu hjá fyrirtækinu Napalm Records. Hún kemur út í Bandaríkjunum í byrjun ágúst. Hún hefur selst í yfir 2.500 eintökum hér á landi ef sala á Tonlist.is er tekin með í reikninginn, sem er framar björtustu vonum. Dauðarokkararnir í Atrum, sem unnu Wacken Metal-hljómsveitakeppnina hér á landi í vetur, verða einnig á Wacken-hátíðinni. Þar taka þeir þátt fyrir Íslands hönd í úrslitakeppninni. Einnig verða þar þungarokkarnir í Sólstöfum. Þeir verða með hlustunarpartí fyrir blaðamenn vegna nýrrar plötu sinnar, Svartir sandar, sem kemur út í Evrópu og Bandaríkjunum í október á vegum frönsku útgáfunnar Season of Mist. Einnig ætlar helmingur sveitarinnar að róta fyrir Skálmöld á tónleikum þeirra. „Þeir verða á svæðinu og buðu fram aðstoð sína. Það var afskaplega fallega gert hjá þeim,“ segir Björgvin. -fb Tónlist Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Það væri gaman að fá sér eina bratwurst með Ozzy,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar sem spilar á Wacken-hátíðinni í Þýskalandi ásamt Ozzy Osbourne. Þungarokkssveitin sleppti því að fara í útilegu um verslunarmannahelgina og æfði þess í stað fyrir Wacken sem hefst á fimmtudag og stendur yfir til laugardags. Þar stíga einnig á svið rokkrisar á borð við Ozzy, Judas Priest og Motörhead. Aðspurður segir Björgvin að Skálmöld sé í fínu formi eftir tónleikaferð um Ísland og Færeyjar með færeysku rokkurunum í Hamferð. „Það var ágætis upphitun og æfingabúðir fyrir Ólympíuleikana í þungarokki,“ segir hann hress. Plata Skálmaldar, Baldur, er nýkomin út í Evrópu hjá fyrirtækinu Napalm Records. Hún kemur út í Bandaríkjunum í byrjun ágúst. Hún hefur selst í yfir 2.500 eintökum hér á landi ef sala á Tonlist.is er tekin með í reikninginn, sem er framar björtustu vonum. Dauðarokkararnir í Atrum, sem unnu Wacken Metal-hljómsveitakeppnina hér á landi í vetur, verða einnig á Wacken-hátíðinni. Þar taka þeir þátt fyrir Íslands hönd í úrslitakeppninni. Einnig verða þar þungarokkarnir í Sólstöfum. Þeir verða með hlustunarpartí fyrir blaðamenn vegna nýrrar plötu sinnar, Svartir sandar, sem kemur út í Evrópu og Bandaríkjunum í október á vegum frönsku útgáfunnar Season of Mist. Einnig ætlar helmingur sveitarinnar að róta fyrir Skálmöld á tónleikum þeirra. „Þeir verða á svæðinu og buðu fram aðstoð sína. Það var afskaplega fallega gert hjá þeim,“ segir Björgvin. -fb
Tónlist Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp