Viðskipti erlent

Enn lækkar verð á mörkuðum

Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum og í Evrópu hefur lækkað nokkuð í dag en fjárfestar hafa enn miklar áhyggjur af ástandinu á efnahagskerfi heimsins. Dow Jones vísitalan lækkaði um 1,7 prósent í dag og olli það lækkunum í Evrópu einnig.

Í Þýskalandi lækkuðu bréf um 2,7 prósent, í Bretlandi um 1,5 prósent og svipuð lækkun varð á markaðinum í París. Mest hafa hlutabréf í bönkum lækkað og fjárfestar virðast ekki hafa mikla trú á nýrri áætlun Obama Bandaríkjaforseta sem miðar að því að fjölga störfum í landinu. Þá hefur aðalhagfræðingur evrópska seðlabankans sagt af sér og fullyrðir Reuters fréttastofan að ástæðan óánægja með þá ákvörðun að kaupa upp skuldir evruríkja í vanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×