Viðskipti erlent

Brad Pitt leigði þyrlu af Iceland

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brad Pitt og Angelina Jolie.
Brad Pitt og Angelina Jolie.
Stórleikarinn Brad Pitt hefur að undanförnu sveimað yfir Englandi í þyrlu sem er í eigu Iceland verslunarkeðjunnar.

Brad Pitt er í Englandi við tökur á myndinni World War Z. Samkvæmt frásögn Daily Mirror hefur þetta þýtt það að hann hefur þurft að ferðast víða um England á milli tökustaða, til Falmouth í Cornwall og Billericay í Essex. Hann og Angelina Jolie eiga hins vegar hús í Suðvestur Lundúnum þar sem Pitt hefur dvalið á meðan tökur fara fram.

En hann hefur verið svo þreyttur á allri umferðinni sem hann lendir í þegar hann er að ferðast á milli tökustaða að starfsmenn sem vinna við framleiðslu kvikmyndarinnar ákváðu að finna þyrlu sem hægt væri að fljúga honum um í. Það var þyrla Iceland verslunarkeðjunnar sem varð fyrir valinu.

Iceland er sem kunnugt er að 67% hluta í eigu skilanefndar Landsbankans og 10% hlutur er í eigu skilanefndar Glitnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×