(G)narrast með fólk Sighvatur Björgvinsson skrifar 9. september 2011 06:00 Heyrst hefur, að útgjöld upp á minnst fjörutíu þúsund milljónir króna í fyrsta áfanga nýrrar sjúkrahúsbyggingar og stöðugur samdráttur útgjalda til reksturs og viðhalds heilbrigðisþjónustunnar séu tvö óskyld mál. Óskyld, vegna þess að útgjöldin vegna byggingarinnar séu fengin annars staðar frá en útgjöldin vegna rekstrar og viðhalds. Fjármunirnir til þess að kosta steinsteypuna komi sem lántaka frá lífeyrissjóðum en fjármunirnir til rekstrar og viðhalds úr ríkissjóði. Hvort tveggja endar hins vegar á sama stað. Hjá skattgreiðendum. Lán þarf að greiða. Hvort tveggja – byggingakostnaðurinn og rekstrarútgjöldin - endar í vasanum á skattgreiðendum. Reikningunum fyrir hvort tveggja er framvísað þar. Til einnar og sömu þjóðarinnar, sem ekki telst eiga fyrir þeim útgjöldum sem nauðsynleg eru fyrir rekstur steinsteypunnar sem nú þegar er til staðar í kerfinu. Svarið við því vandamáli á að vera að tvöfalda magn þeirrar steypu! Það er sagt vera allsendis óskylt mál. Meira að segja er því haldið fram, að sparaðar verði þrjú þúsund milljónir króna á ári í rekstri við það að húsrýmið verði tvöfaldað að stærð! Nú skulum við yfirfæra þessar röksemdir á almenning. Setjum sem svo að fjölskylda búi í 100 fermetra íbúð nú eftir hrun og hafi ekki efni á að standa undir rekstrarkostnaði við húsnæðið og frumþarfir fjölskyldunnar. Þurfi sem sé að skera niður útgjöld til daglegra þarfa. Myndu ráðherrar gefa þeirri fjölskyldu það ráð að taka lán og reisa sér stórt einbýlishús því þeir fjármunir kæmu annars staðar frá en dagleg rekstrarútgjöld fjölskyldunnar? Í ofanálag væru svo allar líkur til þess að með því að flytja í nýja húsið myndi fjölskyldan geta sparað sér rekstrarútgjöld í svo miklum mæli að eftir svo sem eins og 15 ár næmi sparnaðurinn andvirði byggingakostnaðar hússins sem fjölskyldan ætti þá skuldlaust? Er þetta virkilega ráðgjöf ríkisstjórnar – eða er bara verið að (G)narrast í fólki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Heyrst hefur, að útgjöld upp á minnst fjörutíu þúsund milljónir króna í fyrsta áfanga nýrrar sjúkrahúsbyggingar og stöðugur samdráttur útgjalda til reksturs og viðhalds heilbrigðisþjónustunnar séu tvö óskyld mál. Óskyld, vegna þess að útgjöldin vegna byggingarinnar séu fengin annars staðar frá en útgjöldin vegna rekstrar og viðhalds. Fjármunirnir til þess að kosta steinsteypuna komi sem lántaka frá lífeyrissjóðum en fjármunirnir til rekstrar og viðhalds úr ríkissjóði. Hvort tveggja endar hins vegar á sama stað. Hjá skattgreiðendum. Lán þarf að greiða. Hvort tveggja – byggingakostnaðurinn og rekstrarútgjöldin - endar í vasanum á skattgreiðendum. Reikningunum fyrir hvort tveggja er framvísað þar. Til einnar og sömu þjóðarinnar, sem ekki telst eiga fyrir þeim útgjöldum sem nauðsynleg eru fyrir rekstur steinsteypunnar sem nú þegar er til staðar í kerfinu. Svarið við því vandamáli á að vera að tvöfalda magn þeirrar steypu! Það er sagt vera allsendis óskylt mál. Meira að segja er því haldið fram, að sparaðar verði þrjú þúsund milljónir króna á ári í rekstri við það að húsrýmið verði tvöfaldað að stærð! Nú skulum við yfirfæra þessar röksemdir á almenning. Setjum sem svo að fjölskylda búi í 100 fermetra íbúð nú eftir hrun og hafi ekki efni á að standa undir rekstrarkostnaði við húsnæðið og frumþarfir fjölskyldunnar. Þurfi sem sé að skera niður útgjöld til daglegra þarfa. Myndu ráðherrar gefa þeirri fjölskyldu það ráð að taka lán og reisa sér stórt einbýlishús því þeir fjármunir kæmu annars staðar frá en dagleg rekstrarútgjöld fjölskyldunnar? Í ofanálag væru svo allar líkur til þess að með því að flytja í nýja húsið myndi fjölskyldan geta sparað sér rekstrarútgjöld í svo miklum mæli að eftir svo sem eins og 15 ár næmi sparnaðurinn andvirði byggingakostnaðar hússins sem fjölskyldan ætti þá skuldlaust? Er þetta virkilega ráðgjöf ríkisstjórnar – eða er bara verið að (G)narrast í fólki?
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar