Lífið

Vill giftast aftur

Elin Nordegren hefur fundið ástina á ný eftir skilnaðinn við Tiger Woods og ætlar að giftast kærasta sínum, Jamie Dingman, á næstunni.
Nordicphoto/getty
Elin Nordegren hefur fundið ástina á ný eftir skilnaðinn við Tiger Woods og ætlar að giftast kærasta sínum, Jamie Dingman, á næstunni. Nordicphoto/getty
Elin Nordegren sér fram á bjartari tíma, en hún hyggst gifta sig aftur eftir skilnaðinn við golfarann Tiger Woods. Samkvæmt heimildum National Enquirer ætlar Nordegren að ganga upp að altarinu með kærasta sínum, milljónamæringnum Jamie Dingman, á næstunni og Woods er ekki sáttur.

Golfarinn, sem hélt framhjá Nordegren með fjórtán konum hið minnsta, vill ekki að annar maður ali upp börn hans, en Woods hefur að sögn alltaf vonað að hann og Nordegren tækju saman aftur.

Parið skildi í fyrra eftir að upp komst um framhjáhald Woods.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.