Lífið

70 lög í keppni Erps á Prikinu

Góð þátttaka var í lagakeppni Erps og Priksins þar sem keppendur endurgerðu lög rapparans.
fréttablaðið/pjetur
Góð þátttaka var í lagakeppni Erps og Priksins þar sem keppendur endurgerðu lög rapparans. fréttablaðið/pjetur
„Þetta er virkilega gott. Það er eitthvað í öllum lögunum,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson.

Erpur og skemmtistaðurinn Prikið stóðu nýlega fyrir sérstakri keppni í að endurgera lög af plötu Erps, Kópacabana, en úrslitin ráðast á Prikinu í kvöld klukkan 21. Keppnin fór þannig fram að upptökum af rappi og söng úr lögum plötunnar var hlaðið á netið og gat hver sem er sótt upptökurnar og tekið upp eigið lag undir. Erpur segir þátttökuna hafa verið gríðarlega góða.

„Þetta eru í heildina 70 lög sem voru send inn. Lögin eru þvílíkt ólík innbyrðis,“ segir Erpur og bætir við að þátttakendur hafi meðal annars sett lög hans í sálartónlistar-, hús-, döbb- og klassískan hipphoppbúning. „Núna fer ég og hitti dómnefndina, sem er Óttarr Proppé úr Dr. Spock og HAM og Stebbi Steph úr GusGus. Dómnefndin gæti ekki verið betri. Þetta eru kóngar,“ segir Erpur, sem situr einnig í dómnefndinni.

Raggi Bjarna verður sérstakur heiðursgestur á Prikinu í kvöld og afhendir verðlaun. Á meðal verðlauna eru ferðir til Færeyja, Vestmannaeyja og Viðeyjar — aðra leið, ásamt ýmsum öðru. Þá segir Erpur að bestu lögin verði gefin út á plötu. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.