Enski boltinn

Rio: Get ekki hugsað mér Man. Utd án Ferguson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rio Ferdinand segist ekki geta hugsað sér Man. Utd án Sir Alex Ferguson. Hann segir að stjórinn skoski sé engum líkur.

Ferguson er að fara að hefja sitt 25. ár með United en eins og allir vita hefur Ferguson náð einstökum árangri með félagið á þessum árum.

"Það er ómögulegt að hugsa sér félagið án hans. Mér líkar afar vel við hvernig hann vinnur og við leikmennirnir njótum þess að vinna með honum," sagði Rio sem var keyptur á 30 milljónir punda á sínum tíma en hefur sýnt að hann var peninganna virði.

"Vonandi verður hann stjóri hjá félaginu lengur en allir leikmennirnir sem nú eru að spila."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×