
Mannréttindabrot Orkuveitunnar?
Með þessum gríðarlegu hækkunum á inntaksgjöldum t.d. er verið að velta afleiðingunum af fíflaskapnum yfir á varnarlaust fólk sem má sín lítils gegn skriðdreka Orkuveitunnar. Þar sem þessi rúma þreföldun á upphæð gjaldanna á einu bretti bitnar á fólki sem þvingað hefur verið til að skipta úr rafhitun og yfir í hitaveitu er um hreina eignaupptöku að ræða, brot á eignaréttinum og þar með mannréttindum.
Aðferðin á mannamáli er sú að sagt er við fólk: Annað hvort skiptir þú yfir í hitaveitu góði minn eða við tvöföldum hjá þér kyndikostnaðinn. Meðsek í þessum glæp eru stjórnendur ríkis og sveitar sem standa á bak við ránið og skipulögðu það með gríðarlegum ábata eins og kom fram í frétt nýverið.
Þessi sama aðferð er þekkt úr dimmum húsasundum skuggalegra glæpahverfa stórborga. Hún er þannig að til þín kemur glæpamaður og segir: „Láttu af hendi peningana þína eða þú hefur verra af.“ Örlítið annað orðalag en sama aðferð og sami gerningurinn í raun. Hún er líka þekkt í undirheimum hérlendis. Þú færð handrukkara í heimsókn og hann segir þetta sama við þig: „Peningana eða þú hefur verra af.“ Og hinir blönku eru þvingaðir út í banka til að taka út sparnaðinn sinn eða slá lán.
Eins hegða sveitarfélög sér sem og Orkuveitan gagnvart hinum almenna borgara þar sem um hitaveituvæðingu svæða er að ræða þar sem þegar er fyrir hendi innlendur orkugjafi á viðunandi verði, raforka. Vinnubrögðin í orkuvæðingu „köldu svæðanna“ eru eins og handrukkarans þótt fáir virðist koma auga á það. Báðir aðilar segja: „Láttu af hendi peningana þína eða þú hefur verra af.“
Siðleysið í vinnubrögðum við orkuvæðingu „köldu svæðanna“ eða rafkyndingarsvæðanna öllu heldur verður augljóst í þessu samhengi, hvernig brotið er á eignaréttinum og hvernig þar með er framið mannréttindabrot á fólki sem þvingað er út í útgjöld sem geta slagað hátt í milljón per heimili. Framlag orkuveitunnar nú á þessum sorphaugi íslenskrar stjórnsýslu og stjórnunar er svo að þeir sem áttu í erfiðleikum með að borga þegar OR hentaði lenda í því sama og þeir sem lenda í sömu vandræðum í „viðskiptum“ við handrukkara, reikningurinn er margfaldaður.
Skoðun

Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika
Davíð Bergmann skrifar

Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Að sækja gullið (okkar)
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Til hamingju blaðamenn!
Hjálmar Jónsson skrifar

Stormur í Þjóðleikhúsinu
Bubbi Morthens skrifar

Börn í skugga stríðs
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar

Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra?
Ævar Harðarson skrifar

Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar?
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi
Jón Páll Haraldsson skrifar

Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið
Sandra B. Franks skrifar

Auðbeldi SFS
Örn Bárður Jónsson skrifar

Skjárinn og börnin
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“
Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar

Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast?
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Opið hús fyrir útvalda
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Af hverju hræðist fólk kynjafræði?
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið
Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Hópnauðganir/svartheimar!
Davíð Bergmann skrifar

Valdið og samvinnuhugsjónin
Kjartan Helgi Ólafsson skrifar

NPA breytti lífinu mínu
Sveinbjörn Eggertsson skrifar

Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Gildi kærleika og mannúðar
Toshiki Toma skrifar

Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar?
Jón Skafti Gestsson skrifar

Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru
Árni Stefán Árnason skrifar

Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Grafarvogsgremjan
Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar