Sport

Grange fagnaði sigri í sviginu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grange í brautinni í dag.
Grange í brautinni í dag. Nordic Photos / Getty Images
Jean-Baptiste Grange frá Frakklandi varð í dag heimsmeistari í svigi karla á HM í alpagreinum sem lauk þar með í Þýskalandi í dag.

Þetta voru fyrstu gullverðlaun Frakka í greininni í meira en þrjá áratugi en Grange var einnig fljótastur eftir fyrri ferðina.

Jens Byggmark frá Svíþjóð fékk silfur og Ítalinn Manfred Mölgg brons.

Þetta voru fyrstu gullverðlaun Grange í heimsmeistarakeppni í einstaklingsgrein en hann hlaut brons í svigi á HM í Svíþjóð árið 2007.

Austurríkismenn fengu flest gullverðlaun á mótinu eða fjögur talsins en þau komu öll í kvennaflokki. Frakkar fengu tvenn gullverðlaun en Ítalía, Bandaríkin, Slóvenía, Kanada og Noregur ein hvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×