Stjórnarþingmaður: Erfitt fyrir forsetann að synja ekki Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. febrúar 2011 11:06 Lilja Mósesdóttir segir erfitt fyrir forsetann að synja ekki. „Mér finnst mjög erfitt fyrir forsetann að fara gegn því að senda þennan samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þessi fjöldi undirskriftasöfnunar er kominn," sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar tókst Lilja á við þær Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Ólínu Þorvarðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, um Icesave lögin sem samþykkt voru á Alþingi í síðustu viku. Við atkvæðagreiðsluna í þinginu greiddi Lilja atkvæði gegn samningunum, en þær Ragnheiður og Ólína greiddu atkvæði með samningunum. Þær Lilja og Ragnheiður greiddu hins vegar báðar atkvæði með því að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu, en Ólína greiddi atkvæði gegn því. Ólína sagði á Bylgjunni í dag að það yrði að fara að skerpa reglur varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og fá skýra mynd á það hvaða mál væru tæk til þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún að mál eins og þau sem snertu fjármál þjóðarinnar og óvinsælar en óhjákvæmilegar aðgerðir væru ekki til þess tækar að senda þær í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undir það sjónarmið tók Lilja ekki. Ragnheiður Ríkharðsdóttir sagði að menn mættu ekki túlka stöðuna þannig að ef málið færi fyrir dóm þá myndi það aldrei kosta Íslendinga neitt. „Þetta er svo rangur málflutningur. Það er bara ekki þannig að það hverfi frá okkur. Þó svo að við förum lagalegu leiðina og með þetta í dóm að það mun alltaf kosta okkur," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
„Mér finnst mjög erfitt fyrir forsetann að fara gegn því að senda þennan samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þessi fjöldi undirskriftasöfnunar er kominn," sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar tókst Lilja á við þær Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Ólínu Þorvarðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, um Icesave lögin sem samþykkt voru á Alþingi í síðustu viku. Við atkvæðagreiðsluna í þinginu greiddi Lilja atkvæði gegn samningunum, en þær Ragnheiður og Ólína greiddu atkvæði með samningunum. Þær Lilja og Ragnheiður greiddu hins vegar báðar atkvæði með því að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu, en Ólína greiddi atkvæði gegn því. Ólína sagði á Bylgjunni í dag að það yrði að fara að skerpa reglur varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og fá skýra mynd á það hvaða mál væru tæk til þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún að mál eins og þau sem snertu fjármál þjóðarinnar og óvinsælar en óhjákvæmilegar aðgerðir væru ekki til þess tækar að senda þær í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undir það sjónarmið tók Lilja ekki. Ragnheiður Ríkharðsdóttir sagði að menn mættu ekki túlka stöðuna þannig að ef málið færi fyrir dóm þá myndi það aldrei kosta Íslendinga neitt. „Þetta er svo rangur málflutningur. Það er bara ekki þannig að það hverfi frá okkur. Þó svo að við förum lagalegu leiðina og með þetta í dóm að það mun alltaf kosta okkur," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira