Umfjöllun: Bið FH-inga á enda Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 4. maí 2011 21:06 FH-ingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handbolta í fyrsta skipti í 19 ár þegar þeir unnu sigur á Akureyri, 28-24, í hreint út sagt frábærum handboltaleik fyrir framan 3.000 áhorfendur í Kaplakrika. FH vann úrslitarimmu liðanna 3-1. FH-ingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og ef ekki hefði komið fyrir stórleik Sveinbjörns Péturssonar í markinu, en hann varði 14 skot í fyrri hálfleik, hefði FH valtað yfir Akureyri. Norðanmenn vöknuðu smám saman til lífsins og munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-11. FH-ingar voru skrefi á undan í síðari hálfleik og náðu þriggja marka forskoti, 21-18, um miðjan hálfleikinn. Þá hafði Akureyri misst tvo leikmenn af velli. Það nýttu FH-ingar sér. Akureyringar eru ekki þekktir fyrir að gefast upp. Þeir bitu í skjaldarrendur, komu til baka og jöfnuðu, 21-21. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka náði FH tveggja marka forskoti, 25-23. Þá tók Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, leikhlé og freistaði þess að skerpa á leik liðsins síðustu mínúturnar. Daníel Andrésson skellti aftur á móti í lás hjá FH-ingum og grimmir FH-ingar kláruðu leikinn með stæl. Í kjölfarið ætlaði allt um koll að keyra enda hafa FH-ingar beðið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta í 19 ár. Það var vel við hæfi að sett var aðsóknarmet á leiknum en ofanritaður man vart eftir annarri eins stemningu á leik á Íslandi og á þessum leik. Áhorfendur létu öllum illum látum frá upphafi til enda og ekki var möguleiki að eiga samræður í húsinu. Lætin voru slík. Ólafur Guðmundsson var magnaður í FH-liðinu og kvaddi sitt uppeldisfélag með stórleik. Ásbjörn einnig seigur en hann hefur átt frábæra leiktíð. Atli öflugur á línunni og Baldvin færði liðinu mikið á báðum endum vallarins. Daníel markvörður á einnig mikinn þátt í þessum titli en hann reis upp í þessari úrslitakeppni og átti nokkra frábæra leiki. Þar á meðal í kvöld. FH-ingar ekki á flæðiskeri staddir með hann og Pálmar á milli stanganna. Akureyringar voru nálægt þeim stóra en þegar upp var staðið skorti liðinu breidd og leikmenn Norðanmanna voru ekki eins ferskir og FH-ingar í kvöld. Það virtist skorta á úthaldið. Þeir gáfust þó aldrei upp en vantaði herslumuninn til þess að fara alla leið.FH-Akureyri 28-24 (13-11)Mörk FH (skot): Ólafur Guðmundsson 8 (16), Ásbjörn Friðriksson 7/2 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (4), Baldvin Þorsteinsson 4 (6), Ólafur Gústafsson 3 (6), Örn Ingi Bjarkason 1 (7), Halldór Guðjónsson 1 (3). Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 14 (29/1) 48%, Pálmar Pétursson 7 (16/1) 43%. Hraðaupphlaup: 6 (Baldvin 3, Ólafur, Atli, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Baldvin 3, Atli). Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (14), Heimir Örn Árnason 5 (9), Bjarni Fritzson 4 (9), Oddur Gretarsson 4/2 (9/2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (48/8) 42%. Hraðaupphlaup: 3 (Hreinn, Guðmundur, Oddur). Fiskuð víti: 2 (Halldór Logi, Bjarni). Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mjög góðir Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
FH-ingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handbolta í fyrsta skipti í 19 ár þegar þeir unnu sigur á Akureyri, 28-24, í hreint út sagt frábærum handboltaleik fyrir framan 3.000 áhorfendur í Kaplakrika. FH vann úrslitarimmu liðanna 3-1. FH-ingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og ef ekki hefði komið fyrir stórleik Sveinbjörns Péturssonar í markinu, en hann varði 14 skot í fyrri hálfleik, hefði FH valtað yfir Akureyri. Norðanmenn vöknuðu smám saman til lífsins og munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-11. FH-ingar voru skrefi á undan í síðari hálfleik og náðu þriggja marka forskoti, 21-18, um miðjan hálfleikinn. Þá hafði Akureyri misst tvo leikmenn af velli. Það nýttu FH-ingar sér. Akureyringar eru ekki þekktir fyrir að gefast upp. Þeir bitu í skjaldarrendur, komu til baka og jöfnuðu, 21-21. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka náði FH tveggja marka forskoti, 25-23. Þá tók Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, leikhlé og freistaði þess að skerpa á leik liðsins síðustu mínúturnar. Daníel Andrésson skellti aftur á móti í lás hjá FH-ingum og grimmir FH-ingar kláruðu leikinn með stæl. Í kjölfarið ætlaði allt um koll að keyra enda hafa FH-ingar beðið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta í 19 ár. Það var vel við hæfi að sett var aðsóknarmet á leiknum en ofanritaður man vart eftir annarri eins stemningu á leik á Íslandi og á þessum leik. Áhorfendur létu öllum illum látum frá upphafi til enda og ekki var möguleiki að eiga samræður í húsinu. Lætin voru slík. Ólafur Guðmundsson var magnaður í FH-liðinu og kvaddi sitt uppeldisfélag með stórleik. Ásbjörn einnig seigur en hann hefur átt frábæra leiktíð. Atli öflugur á línunni og Baldvin færði liðinu mikið á báðum endum vallarins. Daníel markvörður á einnig mikinn þátt í þessum titli en hann reis upp í þessari úrslitakeppni og átti nokkra frábæra leiki. Þar á meðal í kvöld. FH-ingar ekki á flæðiskeri staddir með hann og Pálmar á milli stanganna. Akureyringar voru nálægt þeim stóra en þegar upp var staðið skorti liðinu breidd og leikmenn Norðanmanna voru ekki eins ferskir og FH-ingar í kvöld. Það virtist skorta á úthaldið. Þeir gáfust þó aldrei upp en vantaði herslumuninn til þess að fara alla leið.FH-Akureyri 28-24 (13-11)Mörk FH (skot): Ólafur Guðmundsson 8 (16), Ásbjörn Friðriksson 7/2 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (4), Baldvin Þorsteinsson 4 (6), Ólafur Gústafsson 3 (6), Örn Ingi Bjarkason 1 (7), Halldór Guðjónsson 1 (3). Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 14 (29/1) 48%, Pálmar Pétursson 7 (16/1) 43%. Hraðaupphlaup: 6 (Baldvin 3, Ólafur, Atli, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Baldvin 3, Atli). Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (14), Heimir Örn Árnason 5 (9), Bjarni Fritzson 4 (9), Oddur Gretarsson 4/2 (9/2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (48/8) 42%. Hraðaupphlaup: 3 (Hreinn, Guðmundur, Oddur). Fiskuð víti: 2 (Halldór Logi, Bjarni). Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mjög góðir
Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira