Handbolti

Framkvæmdastjóri FH: Bærinn er á hvolfi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn FH munu troðfylla Krikann í kvöld og styðja Baldvin og félaga.
Stuðningsmenn FH munu troðfylla Krikann í kvöld og styðja Baldvin og félaga.
Það verður mikið um dýrðir í Kaplakrika í kvöld þegar fjórði leikur FH og Akureyrar um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta fer fram.

FH-ingar eiga möguleika á að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 19 ár og það má því búast við gríðarlegum fjölda áhorfenda í Krikanum í kvöld.

"Ég hef ekki trú á öðru en að við fáum 3.000 manns í húsið og sláum áhorfendametið sem er 2.800 manns. Það hefur venjulega verið lítið að gera í forsölu en við höfum selt ótrúlega mikið fyrir leik," sagði Sigursteinn Arndal, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar FH.

"Bærinn er hreinlega á hvolfi út af þessum leik. Skal engan undra þar sem það er langt síðan FH varð Íslandsmeistari."

FH-ingar munu bjóða upp á hágæðaumgjörð í Krikanum í kvöld þar sem gestir geta fengið mat og horft á skemmtiatriði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×