Viðskipti erlent

Samið um neyðarlán til Portúgal

Stjórnvöld í Portúgal hafa náð samkomulagi við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðarlán upp á 78 milljarða evra eða um 13.000 milljarða króna.

Lánið verður veitt á næstu þremur árum. Jose Socrates forsætisráðherra fráfarandi stjórnar Portúgals greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi. Hann segir skilmála neyðarlánsins vera hagstæða fyrir Portúgali. Þannig má fjárlagahallinn í ár nema 5,9% af landsframleiðslu en í fyrstu hafi verið gerð krafa um að ná hallanum niður í 4,6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×