Erlent

Urðu ekki eldri en 27 ára

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Amy náði ekki að verða 28 ára. Ekki frekar en Cobain, Hendrix, Morrison eða Joplin. Mynd/ AFP.
Amy náði ekki að verða 28 ára. Ekki frekar en Cobain, Hendrix, Morrison eða Joplin. Mynd/ AFP.
Segja má að 28. aldursárið sé mörgum heimsfrægum tónlistarmönnum erfitt. Amy Winehouse er í það minnsta sú fimmta sem fellur frá þegar 27 ára afmælið er liðið.

Eftirtaldir tónlistarmenn dóu 27 ára gamlir.

Kurt Cobain, söngvari Nirvana fæddist 20. febrúar 1967 og dó þann 5. apríl 1994.

Gítarleikarinn Jimmy Hendrix fæddist í 27. nóvember 1942 og dó 18. september 1970.

Söngvarinn Jim Morrison fæddist 8. desember 1943 og dó 3. júlí 1971.

Söngkonan Janis Joplin fæddist 19. janúar 1943 og dó 4. október 1970.

Allir fyrrnefndir aðilar áttu það sameiginlegt að misnota áfengi og fíkniefni. New York Times segir að Amy Winehouse hafi verið ung þegar listamannaferill hennar hófst. Fljótlega hafi þó vandamálin byrjað að hrjá hana. Hún hafi barist við átröskun og lyndisröskun (e. manic-depressive disorder) en neitað að taka lyf. Hún var lengi þekkt fyrir afbrigðilega hegðun, drykkju og skemmtanalíf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×