Innlent

Kærum gegn Gunnari í Krossinum vísað frá

Gunnar í Krossinum
Gunnar í Krossinum
Saksóknari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað kærum frá á hendur Gunnari Þorsteinssyni, fyrrverandi forstöðumanni trúfélagsins Krossins, en nokkrar konur sökuðu Gunnar um kynferðisofbeldi.

Rannsókn málanna hefur því verið hætt, en komi ný sakargögn fram í málunum kann rannsókn þeirra að vera tekin upp að nýju.

Gunnar segir í samtali við fréttastofu að það sé afar gleðilegt að málið sé komið í þann farveg, og þessum áfanga sé náð. Hann sé þeirrar skoðunar að málið hefði aldrei átt að fara eins langt og raun bar vitni.

„Umræðan var mikil, og kannski meiri en efni stóðu til og henni var stýrt og stjórnað og svo framvegis og framvegis. Okkar viðbrögð í framhaldinu núna verða bara að koma í ljós," segir Gunnar í samtali við fréttastofu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×