Enski boltinn

Ótrúlegt sjálfsmark hjá varnarmanni Arsenal - Gervinho með tvö

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ekki alltaf gert góð kaup þegar kemur að varnarmönnum og hann hefur eflaust rifið hár sitt þegar sá nýjasti skoraði ótrúlegt sjálfsmark í dag.

Arsenal mætti þá Köln í vináttuleik og hinn 19 ára Carl Jenkinson skoraði fáranlega slysalegt sjálfsmark í leiknum.

Arsenal vann þó leikinn, 1-2, og annar nýr leikmaður, Gervinho, byrjaði heldur betur en hann skoraði bæði mörk Arsenal í leiknum.

Hægt er að sjá sjálfsmarkið hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×