Enski boltinn

Man. City að hefja viðræður um kaup á Aguero

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Formlegar viðræður milli Man. City og Atletico Madrid um kaup á Argentínumanninnum Sergio Aguero munu væntanlega hefjast á morgun eða á mánudag.

Aguero er efstur á óskalista Man. City. Hann er ekki hugsaður sem eftirmaður Carlos Tevez. City ætlar að kaupa hann sama hvort Tevez fer eða ekki.

Sjálfur vill Aguero komast frá Man. City og hermt er að hann sé spenntur fyrir því að komast til City. Hann hafði áður verið orðaður sterklega við Juventus og Real Madrid.

"Aguero er ungur og getur skorað mikið. Hann verður frábær framherji. Hann er orðinn 23 ára og hans tími er núna," sagði Roberto Mancini, stjóri City.

"Hann er líkur Tevez og gæti spilað með honum, eða Edin Dzeko og Balotelli."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×