Enski boltinn

Drogba ætlar að framlengja við Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Didier Drogba er sestur niður með forráðamönnum Chelsea og stefnan er að skrifa undir nýjan samning. Drogba hefur verið orðaður við brottför frá félaginu og Tottenham og Marseille hafa bæði áhuga.

Ef af verður mun hinn 33 ára Drogba skrifa undir samning til ársins 2013.

"Þetta er mjög spennandi. Það vita allir hvað mér finnst um Chelsea og hvað ég vil gera. Það er alveg klárt að ég verð hér áfram á næstu leiktíð," sagði Drogba sem er að byrja sitt áttunda tímabil með Chelsea.

Hann segist sætta sig við að í vetur verður fyrsti veturinn þar sem hann á ekki öruggt sæti í byrjunarliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×