Innlent

Verða að greiða húsnæðislánið

Dómurinn vísaði kröfu fólks, sem vildi fá það viðurkennt að þurfa ekki að endurgreiða fasteignalán, frá dómi.
Dómurinn vísaði kröfu fólks, sem vildi fá það viðurkennt að þurfa ekki að endurgreiða fasteignalán, frá dómi.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi kröfu manns og konu á hendur Arion banka, sem vildu fá það viðurkennt að þau þyrftu ekki að greiða fasteignalán sem þau tóku í júní árið 2007. Til vara krafðist fólkið þess að þurfa einungis að greiða 23 milljónir króna.

Lánið var til 25 ára og gengistryggt í japanskri mynt. Upphafleg fjárhæð þess var 23 milljónir króna. Fólkið greiddi mánaðarlega af skuldabréfinu til 1. desember 2008. Vegna hruns krónunnar nam heildarupphæð lánsins tæplega 65 milljónum króna 1. mars síðastliðinn samkvæmt útreikningum Arion banka.

Vegna laga sem sett voru á síðasta ári þar sem kveðið var á um að fjármálafyrirtæki skuli endurreikna húsnæðislán til neytenda, hafi slíkt lán verið greitt út í íslenskum krónum en endurgreiðsla miðast við gengi erlendra gjaldmiðla, hafði Arion banki endurreiknað lánið. Höfuðstóll þess stendur því í tæpum 33 milljónum.

Þar sem Héraðsdómur samþykkti hvoruga kröfu parsins kom ekki til þess að bankinn þyrfti að greiða þeim neitt til baka.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×