Samsung tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði selt 30 milljón eintök af snjallsímum sínum, Galaxy S og Galaxy S II.
Galaxy S II, sem er nýjasti snjallsími Samsung, hefur selst í 10 milljón eintökum síðan hann var kynntur til sögunnar fyrr á þessu ári. Forveri hans, Galaxy S, er samt sem áður söluhæsta raftæki í sögu Samsung, en fyrirtækið hefur selt 20 milljón eintök af honum.
Tilkynning Samsung kom á sama tíma og Apple greindi frá því að iPhone 4S, nýjasta afurð tæknirisans, hefði selst í rúmlega 4 milljónum eintaka síðan síminn fór í búðir rétt fyrir helgi.
Samsung og Apple etja kappi
