Íslenski boltinn

Áhorfendum fækkaði - flestir mættu á KR-völlinn en fæstir í Garðabæ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar mættu vel í sumar.
KR-ingar mættu vel í sumar. Mynd/Stefán
KSÍ hefur gefið út áhorfendatölur frá liðnu tímabili í Pepsi-deild karla. Aðsókn á leiki í Pepsi-deild karla var góð í sumar en alls mættu 148.163 áhorfendur á leikina 132.  Þetta gerir 1.122 áhorfendur að meðaltali á hvern leik.  Þetta eru aðeins færri áhorfendur heldur en á síðasta tímabili þegar 1.205 áhorfendur mættu á völlinn að meðaltali en fleiri en árin 2009 og 2008, þegar tólf félög léku í fyrsta skiptið í efstu deild.

Flestir áhorfendur mættu á heimaleiki KR að þessu sinni en 2.148 áhorfendur mættu að staðaldri á KR völlinn.  FH var með næstbestu aðsóknina, 1.686 áhorfendur að meðaltali á heimaleiki. Sex af tólf félögum deildarinnar fengu yfir þúsund manns að meðaltali á völlinn en slakasta mætingin var á heimaleiki Stjörnunnar eða 822 að meðaltali.

Flestir mættu einnig á útileiki hjá Íslandsmeisturum KR en 1.529 mættu að meðaltali en næstbesta aðsóknin var á útileiki hjá ÍBV, 1.347 áhorfendur. Fæstir mættu á útileiki Þórsara eða 891 að meðaltali.

Fjölmennast á leik KR og Fylkis í 21. umferðinni en þá mættu 3.001 áhorfendur  í Vesturbæinn. Fæstir áhorfendur voru hinsvegar á leik Vals og Þórs í 20. umferð þar sem aðeins 376 áhorfendur mættu á leikinn en leikurinn fór fram í brjáluðu veðri.

Meðalaðsókn á heimaleiki liðanna í Pepsi-deild karla 2011:

1. KR     2.148     

2. FH     1.686     

3. Valur     1.102     

4. Víkingur R.     1.096     

5. Fylkir     1.087     

6. Breiðablik     1.065     

7. Þór     971     

8. Fram     920     

9. Keflavík     904     

10. Grindavík     843     

11. ÍBV     826     

12. Stjarnan     822     



Meðalaðsókn á leiki Pepsi-deildar karla síðustu ár:

2011 - 1122 í leik

2010 - 1205 í leik

2009 - 1029 í leik

2008 - 1106 í leik

2007 - 1329 í leik

2006 - 1089 í leik






Fleiri fréttir

Sjá meira


×