Innlent

Ógnuðu starfsfólki með byssum

Mennirnir voru allir vopnaðir skammbyssum í ráninu.
Mennirnir voru allir vopnaðir skammbyssum í ráninu. mynd/Villi
Vopnað rán var framið í Michaelsen úraverslun á Laugavegi um klukkan hálf ellefu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu þrír menn, sem allir voru vopnaðir skambyssum, inn í verslunina og tæmdu þar hillur með dýrum úrum.

Stuttu síðar fannst bifreið sem mennirnir notuðu í ráninu í Þingholtunum en samkvæmt heimildum fréttastofu var bifreiðinni stolið í Gnoðarvogi í gærkvöldi. Í bílnum fundust þrjár leikfangabyssur sem lögregla telur að hafi verið notaðar í ráninu. Mennirnir eru hinsvegar ófundnir.

Lögregla telur að mennirnir séu erlendir ríkisborgarar en þeir voru ekki grímuklæddir þegar þeir réðust inn í verslunina.

Lögreglumenn eru að störfum við verslunina en rannsókn er í fullum gangi, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×