Handbolti

Finnbogi: Markmiðið verður að stíga næsta skref að ári

Stefán Árni Pálsson skrifar
Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson er bjartsýnn á framhaldið
Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson er bjartsýnn á framhaldið
„Þetta eru mikil vonbrigði, en við ætluðum okkur í oddaleik,“ sagði Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson, þjálfari Fylkis, eftir ósigurinn í dag. Fylkir tapaði gegn Val, 28-20, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna og eru því úr leik.

 

„Í fyrri hálfleik þá fannst mér dómarinn alveg missa tökin á leiknum. Valsstelpurnar léku 3-3 vörn og fengu að komast upp með allt of harðan leik. Valur nær á þeim tíma ákveðnu forskoti sem var erfitt að vinna upp. Það er erfitt að eiga við jafn sterkt lið og Val þegar vafaatriðin detta þeim megin,“ sagði Finnbogi.

 

„Seinni hálfleikurinn var betri hjá okkur og við vorum alltaf alveg við það að komast inn í leikinn. Við klúðruðum þremur vítaköstum og skutum oft í tréverkið sem var okkur allt of dýrt,“ sagði Finnbjörn.

 

„Í ár komumst við í undanúrslit og það verður að vera okkar markmið að komast skrefi nær á næsta tímabili. Félagið verður að setja sér það markmið að halda sér í efstu fjórum sætunum og gera enn betur á næsta ári.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×