Innlent

200 hestar gengu upp Laugaveginn

Um tvöhundruð hestar töltu upp Laugaveginn og enduðu í Húsdýragarðinum. Skrautreiðin hófst á BSÍ og var riðið upp Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg, Lækjargötu og svo upp Laugaveginn. Þaðan var svo farið í Borgartúnið, framhjá Höfða og inn í Húsdýragarðinn.

Þar verður fjölskylduhátíðin "GOBBIDÍ GOBB" Frá kl: 13.00 - 16.00. Margt skemmtilegt verður þar fyrir alla fjölskylduna, hestateymingar, markaðsþorp, sögusýning og margt, margt fleira. Aðgangur er ókeypis.

Í kvöld verður svo keppt í ístöltskeppni í Skautahöllinni í Laugardalnum, þar mæta til leiks allra bestu hestar og knapar landsins. Keppnin hefst kl 20.00 og kostar þrjú þúsund krónur inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×