Innlent

Vísindamenn opna dyrnar

Raunvísindadeild og Raunvísindastofnun opna dyrnar og bjóða almenningi í heimsókn í húsakynni sín.

Gestum býðst að feta vísindaveginn gegnum Raunvísindastofnun, VR-I, VR-II, VR-III og Tæknigarð þar sem tilraunastofur verða opnaðar, veggspjöld verða til sýnis og vísindamenn fræða gesti  um rannsóknir sínar.

Fróðleikur fyrir alla fjölskylduna:

Meðal atburða á svæðinu má nefna:

Rjúpnastofninn gerður útreiknanlegur.

Svipast um í stjörnuveri.

Sameindir vigtaðar.

Flakkað á milli kaldasta og hreinasta staðar og mesta lofttæmis á Íslandi.

Leikið á eldorgel.

Vísindavefurinn býður brot af því besta.

Tilraunastofur opnaðar.

Kíkt á sólina.

Þreifað á eðlisfræðilögmálunum.

Kafbátur á þurru landi.

Getraunaleikur með veglegum vinningum.

Við hvetjum unga sem aldna til að fræðast og gleðjast með okkur á 100 ára afmæli Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×