Innlent

Ríkisborgararéttur ekki til sölu

Fjármálaráðherra og innanríkisráðherra segja báðir íslenskan ríkisborgararétt ekki vera til sölu. Mál þeirra tíu fjársterku aðila sem vilja ríkisborgararétt fái nú faglega meðferð og umfjöllun stjórnvalda.

Þeir tíu aðilar sem hafa óskað eftir íslenskum ríkisborgararétti á þeim forsendum að þeir vilji fjárfest í íslenskum orkufyrirtækjum eiga ekki að fá ríkisborgararétt vegna auðæfa sinna að mati Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra.

Steingrímur kveðst jafnframt treysta allsherjanefnd Alþingis til að vinna úr málinu samkvæmt lögum og reglum. Ögmundur Jónasson tekur í sama streng og Steingrímur, en í bréfi frá lögmanni tíumenningana, segir að innanríkisráðuneytið hafi lagt alla steina í götu þess að Alþingi fái að fjalla um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×