Innlent

Könnun MMR: Helmingur vill kjósa aftur um Icesave

Helmingur landsmanna vill þjóðaratkvæðagreiðslu um nýtt Icesave samkomulag en hinn helmingurinn vill að Alþingi taki ákvörðun í málinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR þar sem kannað var hvort ákvarðanataka nýs Icesave samnings ætti að vera eingöngu í höndum Alþingis eða hvort bera ætti samninginn aftur undir þjóðaratkvæði.

„Af þeim sem tóku afstöðu voru 50,3% sem vildu að nýji samningurinn yrði sendur í þjóðaratkvæði en 49,8% sögðust vilja að hann yrði eingöngu afgreiddur af Alþingi," segir í tilkynningu frá MMR. Þá segir að niðurstöðurnar séu mjög svipaðar og voru í könnun MMR frá mars 2010 en þá vildu 49,5% nýjan Icesave samning í þjóðaratkvæði en 50,5% sögðust vilja samninginn afgreiddan eingöngu af Alþingi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×