Nýtt eldsneyti í boði LVP skrifar 15. nóvember 2011 18:41 Nú þegar tæp ár er síðan að byrjað var byggja metanólverksmiðjuna við Svartsengi hefur hún formlega tekið til starfa og framleiðslan er kominn í fullan gang. Verksmiðjan er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. „Metanólið hér er búið til með því að taka koltvísýring sem er í jarðgufunni hér í virkjuninni hjá HS orku og síðan raforku sem við notum til þess að búa til vetni og þessu tvennu er blandað saman og úr því verður metanól," segir Benedikt Stefánsson. Metanólinu er blandað út í bensín og úr verður eldsneyti sem hægt er að nota á alla bíla sem ganga fyrir bensíni. „Þetta er í fyrsta skipti í raun og veru sem við blöndum vistvænu íslensku eldsneyti út í bensín þannig að núna erum við komin með íslensk eldsneyti á bensínbíla sem framleitt er með íslenskri orku. Við vonumst til þess að þegar fram líða tímar að þá geti menn notað þetta í einhverju mæli til þess að minnka innfluting á bensíni. En í fyrstu þá blöndum við í lágri blöndu sem að hentar öllum bensínbílum þannig að hver sem er getur tekið svona blandað eldsneyti á bílinn sinn," segir Benedikt jafnframt. Til að byrja með er eldsneytið aðeins í boði á N1 stöðinni við Kringlumýrarbraut. Það er tveimur krónum ódýrara en venjulegt bensín. Benedikt segir ávinninginn þó fyrst og fremst þann að eldsneytið dregur úr mengun og gerir bílinn umhverfisvænni. „Koltvísýringurinn sem við erum að reyna að minnka í andrúmsloftinu til að minnka hlýnun jarðar. Koltvísýringur sem færi út í andrúmsloftið annars vegar hér úr verksmiðjunni og hins vegar frá bílnum nú fer hann bara út einu sinni, það er að segja í bílnum, þannig að við erum að fullu búin að kolefnisjafna útblástur bifreiðarinnar af metanólinu," segir Benedikt að lokum. Loftslagsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Nú þegar tæp ár er síðan að byrjað var byggja metanólverksmiðjuna við Svartsengi hefur hún formlega tekið til starfa og framleiðslan er kominn í fullan gang. Verksmiðjan er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. „Metanólið hér er búið til með því að taka koltvísýring sem er í jarðgufunni hér í virkjuninni hjá HS orku og síðan raforku sem við notum til þess að búa til vetni og þessu tvennu er blandað saman og úr því verður metanól," segir Benedikt Stefánsson. Metanólinu er blandað út í bensín og úr verður eldsneyti sem hægt er að nota á alla bíla sem ganga fyrir bensíni. „Þetta er í fyrsta skipti í raun og veru sem við blöndum vistvænu íslensku eldsneyti út í bensín þannig að núna erum við komin með íslensk eldsneyti á bensínbíla sem framleitt er með íslenskri orku. Við vonumst til þess að þegar fram líða tímar að þá geti menn notað þetta í einhverju mæli til þess að minnka innfluting á bensíni. En í fyrstu þá blöndum við í lágri blöndu sem að hentar öllum bensínbílum þannig að hver sem er getur tekið svona blandað eldsneyti á bílinn sinn," segir Benedikt jafnframt. Til að byrja með er eldsneytið aðeins í boði á N1 stöðinni við Kringlumýrarbraut. Það er tveimur krónum ódýrara en venjulegt bensín. Benedikt segir ávinninginn þó fyrst og fremst þann að eldsneytið dregur úr mengun og gerir bílinn umhverfisvænni. „Koltvísýringurinn sem við erum að reyna að minnka í andrúmsloftinu til að minnka hlýnun jarðar. Koltvísýringur sem færi út í andrúmsloftið annars vegar hér úr verksmiðjunni og hins vegar frá bílnum nú fer hann bara út einu sinni, það er að segja í bílnum, þannig að við erum að fullu búin að kolefnisjafna útblástur bifreiðarinnar af metanólinu," segir Benedikt að lokum.
Loftslagsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira