Jónas Garðarsson: Maður er eiginlega orðlaus 15. nóvember 2011 13:21 Jónas Garðarsson er orðlaus. „Þetta er alveg út í bláinn," segir Jónas Garðarsson, sjómaður til fjölda ára og formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands og fyrrverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, um dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær, þar sem fjórir skipverjar voru dæmdir fyrir að níðast á þrettán ára dreng með kvikindislegum hætti. Spurður hvort hann kannist við annað eins ofbeldi og lýst er í dómnum svarar Jónas: „Ég hef aldrei heyrt um svona lagað. Það kannast enginn við svona lagað." Í dóminum lýsa skipverjarnir, sem allir voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi, að þeir hafi ekki níðst á drengnum í kynferðislegum tilgangi, heldur hafi verið um „væga busun" að ræða. Þó kemur skýrt fram í sálfræðiviðtölum sem tekin voru við drenginn að honum hafi liðið vægast sagt illa og jafnvel óttast um eigið líf, enda fastur í tíu daga veiðitúr með kvölurum sínum. Faðir drengsins var með honum á bátnum, en fátt bendir til þess að hann hafi vitað af ofbeldinu. Hann varð einu sinni vitni af því þegar einn sjómaðurinn níðist á honum, og reiddist þá mjög. Hann slökkti einnig á klámmynd sem einn sjómannanna sýndi drengnum. Jónas segir umgengni við nýja menn á skipum, í það minnsta á þeim skipum sem hann hefur unnið á, mótast af virðingu. „Það er vel hugsað um þá. Það er helst að menn séu að reyna að kenna þeim eitthvað," bætir Jónas við. Hann segist heyra ýmislegt sem gengur á í skipaflota landsins en ekkert komist í líkingu við þetta mál. „Maður er eiginlega orðlaus," segir Jónas um framferði sjómannanna. Tengdar fréttir Fjórir sjómenn níddust á þrettán ára dreng: "Var svona væg busun“ Fjórir sjómenn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að beita þrettán ára dreng kynferðislegu ofbeldi í tíu daga veiðiferð með skipi. Faðir drengsins var einnig á skipinu. 15. nóvember 2011 11:01 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
„Þetta er alveg út í bláinn," segir Jónas Garðarsson, sjómaður til fjölda ára og formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands og fyrrverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, um dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær, þar sem fjórir skipverjar voru dæmdir fyrir að níðast á þrettán ára dreng með kvikindislegum hætti. Spurður hvort hann kannist við annað eins ofbeldi og lýst er í dómnum svarar Jónas: „Ég hef aldrei heyrt um svona lagað. Það kannast enginn við svona lagað." Í dóminum lýsa skipverjarnir, sem allir voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi, að þeir hafi ekki níðst á drengnum í kynferðislegum tilgangi, heldur hafi verið um „væga busun" að ræða. Þó kemur skýrt fram í sálfræðiviðtölum sem tekin voru við drenginn að honum hafi liðið vægast sagt illa og jafnvel óttast um eigið líf, enda fastur í tíu daga veiðitúr með kvölurum sínum. Faðir drengsins var með honum á bátnum, en fátt bendir til þess að hann hafi vitað af ofbeldinu. Hann varð einu sinni vitni af því þegar einn sjómaðurinn níðist á honum, og reiddist þá mjög. Hann slökkti einnig á klámmynd sem einn sjómannanna sýndi drengnum. Jónas segir umgengni við nýja menn á skipum, í það minnsta á þeim skipum sem hann hefur unnið á, mótast af virðingu. „Það er vel hugsað um þá. Það er helst að menn séu að reyna að kenna þeim eitthvað," bætir Jónas við. Hann segist heyra ýmislegt sem gengur á í skipaflota landsins en ekkert komist í líkingu við þetta mál. „Maður er eiginlega orðlaus," segir Jónas um framferði sjómannanna.
Tengdar fréttir Fjórir sjómenn níddust á þrettán ára dreng: "Var svona væg busun“ Fjórir sjómenn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að beita þrettán ára dreng kynferðislegu ofbeldi í tíu daga veiðiferð með skipi. Faðir drengsins var einnig á skipinu. 15. nóvember 2011 11:01 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Fjórir sjómenn níddust á þrettán ára dreng: "Var svona væg busun“ Fjórir sjómenn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að beita þrettán ára dreng kynferðislegu ofbeldi í tíu daga veiðiferð með skipi. Faðir drengsins var einnig á skipinu. 15. nóvember 2011 11:01