Kaymer nýr besti kylfingur heims Jón Júlíus Karlsson skrifar 27. febrúar 2011 13:15 Martin Kaymer frá Þýskalandi er bestur í golfi. Mynd/AP Þjóðverjinn Martin Kaymer verður á toppi heimslistans í golfi þegar nýr listi verður kynntur á mánudag. Hann verður þar með besti kylfingur heims og fer upp fyrir Englendinginn Lee Westwood sem verið hefur efstur undanfarna mánuði. Kaymer náði þessum áfanga með að komast í úrslit á Heimsmótinu í holukeppni sem fram fer í Arizona, Bandaríkjunum. Kaymer hafði betur gegn Bubba Watson frá Bandaríkjunum í undanúrslitum. Hann mun leika gegn Englendingnum Luke Donald í úrslitum en Donald lagði bandaríska kylfinginn Matt Kuchar örugglega af velli í gær. „Það hefur aðeins tekið mig fimm ár að komast í efsta sætið. Fyrir mig sjálfan, fjölskyldu og samstarfsmenn er þetta stór áfangi. Ég var ekki að hugsa um efsta sætið í leiknum gegn Watson þar sem ég var viss um að ég fengi þetta tækifæri á næstu vikum," sagði hinn 26 ára Kaymer sem hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn í golfheiminum á undanförnum árum. Takist Luke Donald að leggja Kaymer að velli í dag fer Donald upp í þriðja sæti heimslistans. Það þýðir að Tiger Woods verður í fimmta sæti heimslistans á mánudag, Woods var um árabil besti kylfingur heims en virðist nú á hraðri niðurleið. Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer verður á toppi heimslistans í golfi þegar nýr listi verður kynntur á mánudag. Hann verður þar með besti kylfingur heims og fer upp fyrir Englendinginn Lee Westwood sem verið hefur efstur undanfarna mánuði. Kaymer náði þessum áfanga með að komast í úrslit á Heimsmótinu í holukeppni sem fram fer í Arizona, Bandaríkjunum. Kaymer hafði betur gegn Bubba Watson frá Bandaríkjunum í undanúrslitum. Hann mun leika gegn Englendingnum Luke Donald í úrslitum en Donald lagði bandaríska kylfinginn Matt Kuchar örugglega af velli í gær. „Það hefur aðeins tekið mig fimm ár að komast í efsta sætið. Fyrir mig sjálfan, fjölskyldu og samstarfsmenn er þetta stór áfangi. Ég var ekki að hugsa um efsta sætið í leiknum gegn Watson þar sem ég var viss um að ég fengi þetta tækifæri á næstu vikum," sagði hinn 26 ára Kaymer sem hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn í golfheiminum á undanförnum árum. Takist Luke Donald að leggja Kaymer að velli í dag fer Donald upp í þriðja sæti heimslistans. Það þýðir að Tiger Woods verður í fimmta sæti heimslistans á mánudag, Woods var um árabil besti kylfingur heims en virðist nú á hraðri niðurleið.
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira