Körfubolti

Magnús Þór Gunnarsson farinn í Keflavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Þór Gunnarsson varð Íslandsmeistari þegar hann lék síðast með keflavík vorið 2008.
Magnús Þór Gunnarsson varð Íslandsmeistari þegar hann lék síðast með keflavík vorið 2008.
Magnús Þór Gunnarsson hefur ákveðið að hætta að spila með Njarðvík og ganga til við sína gömlu félaga í Keflavíkurliðinu. Magnús Þór kom til Njarðvíkurliðsins á miðju tímabili eftir að hafa byrjað veturinn með danska liðinu Aabyhöj. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkurfrétta í kvöld.

Sigurður Ingimundarson, hætti sem þjálfari Njarðvíkur í gær og Njarðvíkingarnir Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Ragnarsson tóku við liðinu af honum. Magnús Þór hefur spilað nánast allan sinn feril undir stjórn Sigurðar og gegndi landsliðsfyrirliðastöðunni þegar Sigurður þjálfaði landsliðið.

Víkurfréttir segir frá því að Magnús Þór hafi verið á æfingu með Keflavíkurliðinu í kvöld. Magnús Þór spilaði síðast með Keflavík veturinn 2007-2008 og tók þá við Íslandsbikarnum sem fyrirliði liðsins.

Magnús Þór var með 5,4 stig og 2,2 stoðsendingar að meðaltali á 16,3 mínútum í fimm leikjum með Njarðvíkur í Iceland Express deildinni en hann hitti aðeins úr 5 af 25 þriggja stiga skotum sínum í þessum leikjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×