Umfjöllun og viðtöl: Akureyri 24-24 Valur Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 20. október 2011 20:00 Sturla Ásgeirsson var góður í liði Vals í dag. Fréttablaðið/Valli Valur og Akureyri gerðu dramatískt jafntefli í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Bjarni Fritzson jafnaði metin fyrir Akureyri skömmu fyrir leikslok. Lokatölur voru 24-24. Valur gat tryggt sér sigurinn mínútu fyrir leikslok en víti sem Stefán "Uxi" Guðnason varði gerði gæfumuninn fyrir Akureyri sem jafnaði metin undir lokin. Hjá Val vantaði Valdimar Fannar Þórsson og Andra Stefan sem hefur reyndar ekkert spilað í vetur. Hjá Akureyri voru Heimir Örn Árnason fjarverandi, ásamt Ásgeiri Jónssyni og Herði Fannari Sigþórssyni. Hreinn Þór Hauksson kom annan leikinn í röð beint frá Svíþjóð í leik með Akureyri. Oddur spilaði á miðjunni hjá Akureyri í fjarveru Heimis og Guðlaugur á línunni í sókninni. Valur komst í 2-4, Akureyri gerði nokkur klaufaleg mistök til að byrja með. Staðan var 3-6 eftir 10 mínútur, Sturla skoraði 4 marka Vals úr jafn mörgum skotum. Anton hin tvö. Í stöðunni 5-9 tók Atli Hilmarsson leikhlé, vörn Akureyrar var slök og skorti alla grimmd. Valsmenn þurftu lítið að hafa fyrir mörkunum sínum og komst í 5-11 áður en Akureyri náði að skora aftur. Staðan eftir 20 mínútur var 7-12 og sókn Akureyrar hugmyndasnauð á meðan Valsmenn gengu á lagið. En síðustu 7 mínúturnar snerist taflið við. Vörn Akureyrar tók loksins á sig rögg og fór að berjast almennilega. Þá kom sóknin með og skyndilega var staðan orðin 13-14, sem hún var í hálfleik. Valsmenn voru klaufar líka, köstuðu boltanum nokkrum sinnum frá sér. Sturla og Anton skoruðu 10 af 14 mörkum Vals en átta leikmenn skoruðu fyrir Akureyri, þar af Bjarni 4 í fyrri hálfleiknum. Hlynur varði 7 skot í marki Vals og Sveinbjörn 8 hjá Akureyri. Akureyri jafnaði leikinn strax og komst svo yfir eftir meistaralega markvörslu Sveinbjörns. Valur komst þó aftur yfir og leikurinn bæði hraður og mistækur. Eftir 40 mínútna leik var staðan 17-18. Liðin skiptust á hafa forystu og þegar 10 mínútur voru eftir voru Valsmenn tveimur mörkum yfir, staðan 20-22. Þeir voru svo þremur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Akureyri minnkaði muninn í eitt mark þegar tæp mínúta var eftir. Þá varði Stefán Guðnason vítakast, Jón Heiðar minnkaði muninn og Valsmenn fóru í sókn. Þeir tóku leikhlé þegar 25 sekúndur voru eftir. Valsmenn töpuðu boltanum aftur á móti klaufalega, Bjarni skaust fram og jafnaði metin. Leiktíminn virtist liðinn en dómararnir sögðu tvær sekúndur eftir. Oddur fékk rautt spjald fyrir að stoppa Valsmenn undir lokin. Mikil reikistefna var undir lokin en Valsmenn höfðu tíma fyrir eitt skot sem Anton tók en hann skaut í varnarveginn. Lokatölur 24-24 í skemmtilegum og spennandi leik. Hjá Val voru Anton og Sturla atkvæðamestir en Hlynur varði vel í markinu. Markaskorun dreifðist jafnt hjá Akureyri en Bjarni skoraði 8 mörk og Guðmundur Hólmar 6."Hamratreyjan gerði gæfumuninn" - Segir Stefán Guðnason "Ég held að Hamratreyjan sem ég var í innan undir Akureyrartreyjunni hafi gert gæfumuninn," sagði Stefán en Hamrarnir eru Íslandsmeistarar í utandeildinni í handbolta sem Stefán spilaði með fyrir tveimur árum. Þetta var eina innkoma Stefáns í leiknum. "Það skiptir ekki máli hvað maður spilar mikið, það skiptir bara máli að vera klár. Ég er alltaf klár," sagði Stefán brattur eftir leikinn."Við áttum að klára þetta" - segir þjálfari Vals "Við vorum komnir í þá stöðu undir lokin að við eigum að vinna leikinn. Ef við hefðum nýtt vítið hefðum við unnið leikinn," sagði Óskar Bjarni Óskarsson. "Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Við fengum fínan tíma undir lokin til að gera betur og við áttum að gera betur þá líka. Þetta er alltaf happa glappa þegar svona staða kemur upp. Við hefðum átt að koma boltanum útaf eða yfir." "Ég var annars ánægður með fyrri hálfleik lengst af, en það var aumingjaskapur að vea ekki 4-5 mörkum yfir í hálfleik." "En við höfum ekki oft spilað vel hérna á Akureyri og ég er ánægður með margt. Við getum tekið mikið af jákvæðum punktum úr leiknum." En við áttum nú samt að klára þetta," sagði Óskar. "Þetta er erfitt" - segir Bjarni Fritzson "Við erum í erfiðri stöðu, það eru margir að spila í nýjum stöðum og margir ungir leikmenn að spila stærri rullu en búist var við. En svona er staðan en þetta er auðvitað erfitt," segir Bjarni um breidd Akureyrarliðsins en marga menn vantar vegna meiðsla. "Heilt yfir var vörnin í kvöld ekki nógu góð. Við vorum ekki nógu einbeittir og Hlynur var að verja mjög vel frá okkur, úr mörgum dauðafærum." "Við erum að gera of mörg klaufaleg mistök, erum kannski að spila vel heilt yfir en svo koma mistök í sóknaruppstillingu, vörninni eða einhverju og það dregur okkur niður." "Ég er sáttur með frammistöðu liðsins að mörgu leiti, en ekki stigafjöldann. Eitt stig í kvöld er betra en ekkert og það gæti skipt miklu máli fyrir okkur. En við getum alveg bætt okkur," sagði Bjarni.Akureyri - Valur 24 - 2 (13-14)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/3 (15), Guðmundur Hólmar Helgason 6 (8), Jón Heiðar Sigurðsson 2 (3), Geir Guðmundsson 2 (5), Oddur Gretarsson 2 (6/1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1),Halldór Tryggvason 1 (1), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Bergvin Gíslason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 17 (41) 41%, Stefán Guðnason 1 (1) 100%Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2, Hreinn, Oddur,)Fiskuð víti: 3 (Guðlaugur, Guðmundur, Bergvin)Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Vals (skot): Sturla Ásgeirsson 8/2 (9), Finnur Stefánsson 5 (6), Anton Rúnarsson 5 (15), Magnús Einarsson 2 (3), Sigfús Sigurðsson 2 (4), Orri Gíslason 2 (5), Atli Báruson 0 (1).Varin skot: Hlynur Morthens 16/1 (40) 40% Hraðaupphlaup: 4 (Sturla, Anton, Finnur, Sigfús)Fiskuð víti: 3 (Orri, Atli, Sigfús)Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Jón Karl Björnsson og Þorleifur Björnsson. Ágætir. Olís-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Valur og Akureyri gerðu dramatískt jafntefli í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Bjarni Fritzson jafnaði metin fyrir Akureyri skömmu fyrir leikslok. Lokatölur voru 24-24. Valur gat tryggt sér sigurinn mínútu fyrir leikslok en víti sem Stefán "Uxi" Guðnason varði gerði gæfumuninn fyrir Akureyri sem jafnaði metin undir lokin. Hjá Val vantaði Valdimar Fannar Þórsson og Andra Stefan sem hefur reyndar ekkert spilað í vetur. Hjá Akureyri voru Heimir Örn Árnason fjarverandi, ásamt Ásgeiri Jónssyni og Herði Fannari Sigþórssyni. Hreinn Þór Hauksson kom annan leikinn í röð beint frá Svíþjóð í leik með Akureyri. Oddur spilaði á miðjunni hjá Akureyri í fjarveru Heimis og Guðlaugur á línunni í sókninni. Valur komst í 2-4, Akureyri gerði nokkur klaufaleg mistök til að byrja með. Staðan var 3-6 eftir 10 mínútur, Sturla skoraði 4 marka Vals úr jafn mörgum skotum. Anton hin tvö. Í stöðunni 5-9 tók Atli Hilmarsson leikhlé, vörn Akureyrar var slök og skorti alla grimmd. Valsmenn þurftu lítið að hafa fyrir mörkunum sínum og komst í 5-11 áður en Akureyri náði að skora aftur. Staðan eftir 20 mínútur var 7-12 og sókn Akureyrar hugmyndasnauð á meðan Valsmenn gengu á lagið. En síðustu 7 mínúturnar snerist taflið við. Vörn Akureyrar tók loksins á sig rögg og fór að berjast almennilega. Þá kom sóknin með og skyndilega var staðan orðin 13-14, sem hún var í hálfleik. Valsmenn voru klaufar líka, köstuðu boltanum nokkrum sinnum frá sér. Sturla og Anton skoruðu 10 af 14 mörkum Vals en átta leikmenn skoruðu fyrir Akureyri, þar af Bjarni 4 í fyrri hálfleiknum. Hlynur varði 7 skot í marki Vals og Sveinbjörn 8 hjá Akureyri. Akureyri jafnaði leikinn strax og komst svo yfir eftir meistaralega markvörslu Sveinbjörns. Valur komst þó aftur yfir og leikurinn bæði hraður og mistækur. Eftir 40 mínútna leik var staðan 17-18. Liðin skiptust á hafa forystu og þegar 10 mínútur voru eftir voru Valsmenn tveimur mörkum yfir, staðan 20-22. Þeir voru svo þremur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Akureyri minnkaði muninn í eitt mark þegar tæp mínúta var eftir. Þá varði Stefán Guðnason vítakast, Jón Heiðar minnkaði muninn og Valsmenn fóru í sókn. Þeir tóku leikhlé þegar 25 sekúndur voru eftir. Valsmenn töpuðu boltanum aftur á móti klaufalega, Bjarni skaust fram og jafnaði metin. Leiktíminn virtist liðinn en dómararnir sögðu tvær sekúndur eftir. Oddur fékk rautt spjald fyrir að stoppa Valsmenn undir lokin. Mikil reikistefna var undir lokin en Valsmenn höfðu tíma fyrir eitt skot sem Anton tók en hann skaut í varnarveginn. Lokatölur 24-24 í skemmtilegum og spennandi leik. Hjá Val voru Anton og Sturla atkvæðamestir en Hlynur varði vel í markinu. Markaskorun dreifðist jafnt hjá Akureyri en Bjarni skoraði 8 mörk og Guðmundur Hólmar 6."Hamratreyjan gerði gæfumuninn" - Segir Stefán Guðnason "Ég held að Hamratreyjan sem ég var í innan undir Akureyrartreyjunni hafi gert gæfumuninn," sagði Stefán en Hamrarnir eru Íslandsmeistarar í utandeildinni í handbolta sem Stefán spilaði með fyrir tveimur árum. Þetta var eina innkoma Stefáns í leiknum. "Það skiptir ekki máli hvað maður spilar mikið, það skiptir bara máli að vera klár. Ég er alltaf klár," sagði Stefán brattur eftir leikinn."Við áttum að klára þetta" - segir þjálfari Vals "Við vorum komnir í þá stöðu undir lokin að við eigum að vinna leikinn. Ef við hefðum nýtt vítið hefðum við unnið leikinn," sagði Óskar Bjarni Óskarsson. "Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Við fengum fínan tíma undir lokin til að gera betur og við áttum að gera betur þá líka. Þetta er alltaf happa glappa þegar svona staða kemur upp. Við hefðum átt að koma boltanum útaf eða yfir." "Ég var annars ánægður með fyrri hálfleik lengst af, en það var aumingjaskapur að vea ekki 4-5 mörkum yfir í hálfleik." "En við höfum ekki oft spilað vel hérna á Akureyri og ég er ánægður með margt. Við getum tekið mikið af jákvæðum punktum úr leiknum." En við áttum nú samt að klára þetta," sagði Óskar. "Þetta er erfitt" - segir Bjarni Fritzson "Við erum í erfiðri stöðu, það eru margir að spila í nýjum stöðum og margir ungir leikmenn að spila stærri rullu en búist var við. En svona er staðan en þetta er auðvitað erfitt," segir Bjarni um breidd Akureyrarliðsins en marga menn vantar vegna meiðsla. "Heilt yfir var vörnin í kvöld ekki nógu góð. Við vorum ekki nógu einbeittir og Hlynur var að verja mjög vel frá okkur, úr mörgum dauðafærum." "Við erum að gera of mörg klaufaleg mistök, erum kannski að spila vel heilt yfir en svo koma mistök í sóknaruppstillingu, vörninni eða einhverju og það dregur okkur niður." "Ég er sáttur með frammistöðu liðsins að mörgu leiti, en ekki stigafjöldann. Eitt stig í kvöld er betra en ekkert og það gæti skipt miklu máli fyrir okkur. En við getum alveg bætt okkur," sagði Bjarni.Akureyri - Valur 24 - 2 (13-14)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/3 (15), Guðmundur Hólmar Helgason 6 (8), Jón Heiðar Sigurðsson 2 (3), Geir Guðmundsson 2 (5), Oddur Gretarsson 2 (6/1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1),Halldór Tryggvason 1 (1), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Bergvin Gíslason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 17 (41) 41%, Stefán Guðnason 1 (1) 100%Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2, Hreinn, Oddur,)Fiskuð víti: 3 (Guðlaugur, Guðmundur, Bergvin)Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Vals (skot): Sturla Ásgeirsson 8/2 (9), Finnur Stefánsson 5 (6), Anton Rúnarsson 5 (15), Magnús Einarsson 2 (3), Sigfús Sigurðsson 2 (4), Orri Gíslason 2 (5), Atli Báruson 0 (1).Varin skot: Hlynur Morthens 16/1 (40) 40% Hraðaupphlaup: 4 (Sturla, Anton, Finnur, Sigfús)Fiskuð víti: 3 (Orri, Atli, Sigfús)Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Jón Karl Björnsson og Þorleifur Björnsson. Ágætir.
Olís-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira