Hræðsluáróður gegn erfðabreyttum matvælum Jón Hallsteinn Hallsson skrifar 20. október 2011 11:00 Þann 7. október sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Söndru B. Jónsdóttur þar sem hún skammar íslensk stjórnvöld fyrir seinagang við setningu reglugerðar um merkingar á erfðabreyttum matvælum. Til að undirstrika mikilvægi reglugerðarinnar vísar Sandra í niðurstöður sem nýverið birtust í tímaritinu Reproductive Toxicology (1) en þar er fullyrt að mælst hafi próteinið Cry1Ab í blóði hjá hópi kvenna í Kanada. Framsetning Söndru á þeim niðurstöðum er með slíkum endemum að ekki verður orða bundist og langar mig að benda á nokkur atriði sem betur hefðu mátt fara. Ekki heilsufarsrannsóknSandra telur að hér hafi verið á ferðinni „tímamóta heilsufarsrannsókn”. Hið rétta er að hér var ekki um að ræða heilsufarsrannsókn þar sem niðurstöður mælinga voru ekki tengdar við heilsufar þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni. Í greininni kemur aðeins fram að konurnar, sem sumar voru þungaðar, voru heilbrigðar við sýnatöku, að engin vandamál komu fram í fæðingu og að öll börnin voru af eðlilegri stærð. Hvernig Sandra kemst að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða heilsufarsrannsókn er mér hulin ráðgáta. Í grein Söndru segir „[í] rannsókninni fannst Bt-eitur sem splæst er í erfðabreyttar plöntur (gegn skordýrum) í blóði þungaðra kvenna og fóstra…“ og jafnframt „[n]iðurstaða [rannsóknarinnar] var að eitur þetta kæmi úr erfðabreyttum matvælum…“. Þó svo að Cry1Ab próteinið („Bt-eitrið“) sé að finna í ákveðnum erfðabreyttum nytjaplöntum er ekkert í rannsókninni sem styður þá ályktun að próteinið sem mældist í blóði sé úr erfðabreyttum matvælum. Engar vísbendingarÍ umræddri vísindagrein er í raun hvergi að finna neinar vísbendingar um uppruna Cry1Ab próteinsins en í þessu samhengi er vert að benda á að próteinið er m.a. framleitt af jarðvegsbakteríunni Bacillus thuringiensis og hefur verið notað sem vörn gegn skordýrum frá því löngu fyrir tíma erfðabreytinga og er enn í dag víða notað óháð erfðabreytingum, meðal annars í lífrænni ræktun. Sandra heldur áfram og segir: „[e]rfitt er að ímynda sér sterkari vísbendingar um það heilsutjón sem erfðabreytt matvæli geta valdið neytendum…“. Hér er rétt að undirstrika að í greininni komu ekki fram neinar vísbendingar um neikvæð áhrif Cry1Ab próteinsins á heilsufar þeirra kvenna sem greindust með það í blóði. Einnig er vert að benda á að fyrri rannsóknir hafa sýnt að eitrunaráhrif próteinsins einskorðast við ákveðnar tegundir skordýra (2) og engin áhrif hafa komið fram á heilsufar spendýra (3-5). Gagnrýniverð aðferðSíðast en ekki síst má með sterkum rökum gagnrýna þá aðferð sem notuð var við að mæla Cry1Ab próteinið í rannsókninni. Aðferðin var ekki þróuð til mælinga á próteininu í blóði og sýnt þykir að hún er ekki ákjósanleg til slíkra mælinga (6-7). Veikir þetta mjög niðurstöður rannsóknarinnar og hefði nauðsynlega þurft að staðfesta tilvist Cry1Ab próteinsins í blóðsýnum með öðrum og betri aðferðum. Þegar niðurstöður vísindarannsókna eru kynntar almenningi verður að gera þá kröfu til þeirra sem það gera að farið sé fram af yfirvegun, hlutleysis gætt og að kynntar séu sannreyndar niðurstöður. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar upplýsingar eru líklegar til að vekja ótta almennings. Ekkert af ofangreindu á við um grein Söndru þar sem hún leitast við að draga öfgafullar ályktanir af umræddum niðurstöðum án þess að gera grein fyrir annmörkum rannsóknarinnar. Af lestri greinarinnar er ljóst að Sandra gerist sek um annað af tvennu, að tjá sig um málefni sem hún hefur takmarkaðan skilning á eða þá að afvegaleiða lesendur sína vísvitandi með rangfærslum. Hvort er verra læt ég ósvarað en ljóst er að tilgangurinn er ekki að uppfræða heldur að hræða og ætti höfundur að fá skammir fyrir.(1) Aris og Leblanc. 2011. Reproductive Toxicology 31 [4]: 528-533.(2) Bravo, Jansens og Peferoen. 1992. Journal of Invertebrate Pathology 60 [3]: 237-246.(3) McClintock, Schaffer og Sjoblad. 1995. Pesticide Science 45 [2]: 95-105.(4) Shimada, Miyamoto, o.fl. 2006. In Vitro Cellular & Developmental Biology - Animal 42: 45.(5) Shimada, Murata, o.fl. 2006. The Journal of Veterinary Medical Science 68 [10]: 1113-1115.(6) Chowdhury, Kuribara, o.fl. 2003. Journal of Animal Science 81 [10]: 2546-2551.(7) Lutz, Wiedemann, o.fl. 2005. Journal of Agricultural and Food Chemistry 53 [5]: 1453-1456. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 7. október sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Söndru B. Jónsdóttur þar sem hún skammar íslensk stjórnvöld fyrir seinagang við setningu reglugerðar um merkingar á erfðabreyttum matvælum. Til að undirstrika mikilvægi reglugerðarinnar vísar Sandra í niðurstöður sem nýverið birtust í tímaritinu Reproductive Toxicology (1) en þar er fullyrt að mælst hafi próteinið Cry1Ab í blóði hjá hópi kvenna í Kanada. Framsetning Söndru á þeim niðurstöðum er með slíkum endemum að ekki verður orða bundist og langar mig að benda á nokkur atriði sem betur hefðu mátt fara. Ekki heilsufarsrannsóknSandra telur að hér hafi verið á ferðinni „tímamóta heilsufarsrannsókn”. Hið rétta er að hér var ekki um að ræða heilsufarsrannsókn þar sem niðurstöður mælinga voru ekki tengdar við heilsufar þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni. Í greininni kemur aðeins fram að konurnar, sem sumar voru þungaðar, voru heilbrigðar við sýnatöku, að engin vandamál komu fram í fæðingu og að öll börnin voru af eðlilegri stærð. Hvernig Sandra kemst að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða heilsufarsrannsókn er mér hulin ráðgáta. Í grein Söndru segir „[í] rannsókninni fannst Bt-eitur sem splæst er í erfðabreyttar plöntur (gegn skordýrum) í blóði þungaðra kvenna og fóstra…“ og jafnframt „[n]iðurstaða [rannsóknarinnar] var að eitur þetta kæmi úr erfðabreyttum matvælum…“. Þó svo að Cry1Ab próteinið („Bt-eitrið“) sé að finna í ákveðnum erfðabreyttum nytjaplöntum er ekkert í rannsókninni sem styður þá ályktun að próteinið sem mældist í blóði sé úr erfðabreyttum matvælum. Engar vísbendingarÍ umræddri vísindagrein er í raun hvergi að finna neinar vísbendingar um uppruna Cry1Ab próteinsins en í þessu samhengi er vert að benda á að próteinið er m.a. framleitt af jarðvegsbakteríunni Bacillus thuringiensis og hefur verið notað sem vörn gegn skordýrum frá því löngu fyrir tíma erfðabreytinga og er enn í dag víða notað óháð erfðabreytingum, meðal annars í lífrænni ræktun. Sandra heldur áfram og segir: „[e]rfitt er að ímynda sér sterkari vísbendingar um það heilsutjón sem erfðabreytt matvæli geta valdið neytendum…“. Hér er rétt að undirstrika að í greininni komu ekki fram neinar vísbendingar um neikvæð áhrif Cry1Ab próteinsins á heilsufar þeirra kvenna sem greindust með það í blóði. Einnig er vert að benda á að fyrri rannsóknir hafa sýnt að eitrunaráhrif próteinsins einskorðast við ákveðnar tegundir skordýra (2) og engin áhrif hafa komið fram á heilsufar spendýra (3-5). Gagnrýniverð aðferðSíðast en ekki síst má með sterkum rökum gagnrýna þá aðferð sem notuð var við að mæla Cry1Ab próteinið í rannsókninni. Aðferðin var ekki þróuð til mælinga á próteininu í blóði og sýnt þykir að hún er ekki ákjósanleg til slíkra mælinga (6-7). Veikir þetta mjög niðurstöður rannsóknarinnar og hefði nauðsynlega þurft að staðfesta tilvist Cry1Ab próteinsins í blóðsýnum með öðrum og betri aðferðum. Þegar niðurstöður vísindarannsókna eru kynntar almenningi verður að gera þá kröfu til þeirra sem það gera að farið sé fram af yfirvegun, hlutleysis gætt og að kynntar séu sannreyndar niðurstöður. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar upplýsingar eru líklegar til að vekja ótta almennings. Ekkert af ofangreindu á við um grein Söndru þar sem hún leitast við að draga öfgafullar ályktanir af umræddum niðurstöðum án þess að gera grein fyrir annmörkum rannsóknarinnar. Af lestri greinarinnar er ljóst að Sandra gerist sek um annað af tvennu, að tjá sig um málefni sem hún hefur takmarkaðan skilning á eða þá að afvegaleiða lesendur sína vísvitandi með rangfærslum. Hvort er verra læt ég ósvarað en ljóst er að tilgangurinn er ekki að uppfræða heldur að hræða og ætti höfundur að fá skammir fyrir.(1) Aris og Leblanc. 2011. Reproductive Toxicology 31 [4]: 528-533.(2) Bravo, Jansens og Peferoen. 1992. Journal of Invertebrate Pathology 60 [3]: 237-246.(3) McClintock, Schaffer og Sjoblad. 1995. Pesticide Science 45 [2]: 95-105.(4) Shimada, Miyamoto, o.fl. 2006. In Vitro Cellular & Developmental Biology - Animal 42: 45.(5) Shimada, Murata, o.fl. 2006. The Journal of Veterinary Medical Science 68 [10]: 1113-1115.(6) Chowdhury, Kuribara, o.fl. 2003. Journal of Animal Science 81 [10]: 2546-2551.(7) Lutz, Wiedemann, o.fl. 2005. Journal of Agricultural and Food Chemistry 53 [5]: 1453-1456.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun