Viðskipti erlent

Cairn borar fjórar holur eftir olíu við Grænland

Breska olíufélagið Cairn Energy hefur leigt tvo olíuborpalla og ætlar sér að bora fjórar tilraunaholur eftir olíu undan ströndum Grænlands á komandi sumri. Svo skemmtilega vill til að annar borpallurinn ber heitið Leifur Eiríksson.

Samkvæmt yfirlýsingu frá félaginu eru þessi áform háð leyfi frá grænlensku heimastjórninni.

Eins og áður hefur komið fram í fréttum fann Cairn Energy olíu og gas undan Diskó-eyju s.l. haust.

Félagið hefur útvegað sér lánalínu upp á 900 milljónir dollara eða 104 milljarða kr. frá nokkrum bönkum til að standa straum af kostnaðinum við olíuleitina við Grænland.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×